Eyvindur og Jóhannes hæfastir í Endurupptökudóm Sylvía Hall skrifar 22. janúar 2021 20:12 Lög um Endurupptökudóm tóku gildi 1. desember. Getty Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við Endurupptökudóm. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði. Dómstólar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem tekur við af endurupptökunefnd, en lög um dómstólinn tóku gildi þann 1. desember síðastliðinn. Fimm dómarar munu sitja í dómnum; einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Sautján sóttu um embættin en tveir drógu umsóknir sínar síðar til baka. Á eftir Eyvindi og Jóhannesi koma jafn settir Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Eru þeir því metnir hæfastir til að gegna embætti varadómenda við dóminn. Eyvindur hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2013 og að mestu leyti helgað sig kennslu- og fræðistörfum, að því er fram kemur í umsögn nefndarinnar. Þá var litið til þess að hann hefur ritað fjölda ritrýndra greina og reita á sviði lögfræði, þar á meðal nokkur sem teljast til grundvallarrita á því sviði. Jóhannes hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður í 26 ár og þótti því standa fremstur meðal umsækjanda, ásamt þeim Reimari og Stefáni Geir, að því er varðar reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum. Jóhannes og Eyvindur þóttu jafnframt hafa mesta reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar, og þótti Jóhannes hafa sýnt fram á ótvíræða hæfni á fræðilegum vettvangi í fyrri störfum þrátt fyrir að vera ekki með framhaldspróf í lögfræði.
Dómstólar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira