Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 15:43 Kveikt var í brúðu sem á var búið að festa mynd af Mette Frederiksen forsætisráðherra og hótanir gegn henni í Kaupmannahöfn í gær. EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021 Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira