Nýttu glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 17:16 Í Danmörku líkt og víðast hvar annars staðar er deilt um forgangsröðun í bólusetningu gegn covid-19. EPA/CLAUS FISKER Hópur bæklunarlækna við Sønderjylland-sjúkrahúsið í Danmörku nýtti sér glufu í kerfinu til að tryggja sjálfum sér bólusetningu gegn covid-19. Læknarnir nýttu glufuna til að bóka bólusetningu fyrir sjálfa sig en málið hefur vakið nokkra reiði meðal samstarfsmanna þeirra á sjúkrahúsinu og víðar í danska heilbrigðiskerfinu. TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
TV2 fjallar um málið í dag en það hefur skapað kergju á göngum spítalans eftir að bæklunarlæknarnir hófu í þessari viku að tala um það digurbarkalega um það hvernig þeim hafi tekist að verða sér úti um bóluefni gegn covid-19, með því að fara fram hjá stjórnkerfi sjúkrahússins og tryggt sér bólusetningu í svæðisbundinni bólusetningarmiðstöð. Einn læknanna hafði komist að því að hann gæti bókað tíma á heimasíðunni vacciner.dk, í gegnum bókunarkerfi sem almennt er aðeins hægt að nota hafi maður fengið boðun frá yfirvöldum í gegnum rafrænu upplýsingagáttina e-boks. Þegar læknirinn komst að þessu lét hann samstarfsmenn sína vita sem einnig nýttu sér glufuna til þess að bóka tíma, jafnvel þótt þar væri tekið fram að aðeins mætti bóka tíma hafi maður fengið boð. Framferði læknanna þykir bæði „ósanngjarnt“ og „siðlaust“ að mati nokkurra hjúkrunarfræðinga sem daglega eiga í hættu á að smitast af veirunni í tengslum við störf sín en hafa þó ekki enn fengið boð í bólusetningu. „Í grunninn held ég að það sé ekki sanngjarnt. Þeir hafa greinilega fengið þetta með óréttmætum hætti. Það hefur verið glufa sem þeir hafa nýtt. Að mínu mati eru margir aðrir sem hefðu meiri not fyrir bóluefni,“ segir Janne Jensen, trúnaðarmaður hjúkrunar- og geislafræðinga á sjúkrahúsinu. Hún nefnir sem dæmi hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklinga sem ekki hafa verið skimaðir fyrir covid-19 og sem sökum þessa eru útsettari fyrir smiti. Þá nefnir hún hjúkrunarfræðinga á covid-deildum sem enn hafi ekki fengið bólusetningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forgangsröðun í bólusetningu vekur ósætti innan danska heilbrigðiskerfisins en á föstudaginn greindu fjölmiðlar til að mynda frá því að mikil óánægja hafi komið upp á þremur geðheilbrigðisþjónustumiðstöðvum vegna forgangsröðunar í bólusetningu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira