Sögulega góður leikur hjá Jaylen Brown Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 08:01 Jaylen Brown skorar tvö af 33 stigum sínum gegn Cleveland Cavaliers. getty/Maddie Meyer Boston Celtics bauð til sóknarveislu þegar liðið sigraði Cleveland Cavaliers, 141-103, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Boston-menn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum og hittu úr helmingi skota sinna þaðan. Jaylen Brown fór mikinn og skoraði 33 stig á aðeins nítján mínútum, þar af tuttugu stig í 3. leikhluta. Frá því skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55 hefur enginn leikmaður skorað jafn mörg stig á minna en tuttugu mínútum en Brown gerði gegn Cleveland í nótt. Jaylen Brown's 33 points in 19 minutes tonight are the most by any player in fewer than 20 minutes played during the shot clock era (1954-55). @EliasSports pic.twitter.com/UjAQB4gBUU— NBA.com/Stats (@nbastats) January 25, 2021 Jaylen Brown scores the MOST POINTS in under 20 minutes played during the shot clock era (1954-55)! @FCHWPO: 33 PTS in 19 minutes played pic.twitter.com/zPdiEbxPvJ— NBA (@NBA) January 25, 2021 Kemba Walker skoraði 21 stig fyrir Boston sem er enn án Jaysons Tatum. Þetta var fyrsti sigur Boston í fjórum leikjum á meðan Cleveland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Kawhi Leonard fór fyrir Los Angeles Clippers sem vann Oklahoma City Thunder, 108-100. Hann skoraði 34 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kawhi (34 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @LAClippers to their 7th win in a row! pic.twitter.com/o7v9ODnB8p— NBA (@NBA) January 24, 2021 Serge Ibaka skoraði sautján stig fyrir Clippers sem hefur unnið sjö leiki í röð og komið sér fyrir á toppi Vesturdeildarinnar. Gordon Hayward var hetja Charlotte Hornets sem sigraði Orlando Magic, 104-107, á útivelli. Hann skoraði 39 stig, þar á meðal sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Gordon Hayward (39 PTS, 13 in the 4th Q) hits the GAME-WINNING @hornets layup with 0.7 left! pic.twitter.com/nUzTqUjs64— NBA (@NBA) January 25, 2021 Sigurinn var kærkominn fyrir Charlotte sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Hayward hitti úr fimmtán af 25 skotum sínum, þar af fimm af átta skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Giannis Antetokounmpo skoraði 27 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann Atlanta Hawks, 129-115, á heimavelli. Milwaukee er í 2. sæti Austurdeildarinnar á eftir Philadelphia 76ers sem lék ekki í nótt. 27 PTS, 14 REB, 8 AST for Giannis! @Giannis_An34 x @Bucks pic.twitter.com/D4n8IN1T46— NBA (@NBA) January 25, 2021 Damian Lillard var í miklu stuði þegar Portland Trail Blazers sigraði New York Knicks, 116-113. Hann skoraði 39 stig og gaf átta stoðsendingar. Portland er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. EFFICIENT night for @Dame_Lillard in the @trailblazers W.39 PTS | 6 3PM | 11-17 FGM | 11-11 FTM pic.twitter.com/z33qwAUmQp— NBA (@NBA) January 25, 2021 Úrslit næturinnar Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Boston 141-103 Cleveland LA Clippers 108-100 Oklahoma Orlando 104-107 Charlotte Milwaukee 129-115 Atlanta Portland 116-113 NY Knicks San Antonio 121-101 Washington Indiana 102-107 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn