Tom Brady fær 65 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 13:16 Tom Brady fagnar sigri á Green Bay Packers í gær. AP/Morry Gash 65 milljónir fyrir eina góða kvöldstund. Tom Brady fagnaði ekki bara sigri á Green Bay Packers í nótt heldur einnig veglegri bónusgreiðslu inn á bankareikninginn sinn. Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum. NFL Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum.
NFL Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira