Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2021 19:56 Þórður Mar mun styðjast við hækjurnar næstu vikurnar en hlakka svo til að komast aftur á vélsleðann innan tíðar. Vísir/Vilhelm Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út. Þær eru tíðar fréttir á Íslandi af björgunaraðgerðum á fjalli eða jöklum yfir vetrarmánuðina á Íslandi. Fæstum sögum tekst blaðamönnum að fylgja eftir og greina frá afleiðingum slysanna, hvernig fór fyrir fólkinu sem flutt var á slysadeild. Ástæðan er meðal annars sú að Landspítalinn hefur í seinni tíð ekki veitt upplýsingar um líðan fólksins vegna persónuverndarsjónarmiða. Ábending frá almenningi kom blaðamanni í samband við Þórð Mar, 25 ára Akureyring, sem er á góðum batavegi og þakklátur fyrir að ekki hafi verr farið í byltunni á Lágheiði á Tröllaskaga á dögunum. Áður en lengra er haldið skulum við kíkja á myndband af slysinu. Þórður er frá Akureyri en flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Hann fer þó reglulega í heimahagana norðan heiða ekki síst til að sinna áhugamáli sínu, eða ástríðu eins og hann kallar vélsleðaaksturinn. Þórður var ásamt félaga sínum á Tröllaskaga, á svæði sem er afar vinsælt í kreðsunni. Enda var fjarri að þeir væru tveir félagarnir um svæðið. Þarna var fjöldi fólks að fylgjast með og sáu þegar slysið varð. Hann lýsir miklum bratta þar sem að slysið varð. Klifur í rosalegum bratta „Þetta er rosalega bratt og maður er að leika sér að klifra þarna,“ segir Þórður og borgarbarnið hlustar af athygli. Ekki hin týpíska vélsleðaferð sem lattelepjandi miðbæjarrotta myndi skrá sig til leiks í. Nei, ofurhugasport. Svæðið er mjög gott fyrir vélsleðafólk að sögn Þórðar. Hann var búinn að fara eina ferð og allt gengið slysalaust fyrir sig. „Svo fer ég seinni ferðina og þá lendi ég í slæmum aðstæðum. Það er einhver klaki þarna, ég missi stjórn og það kemur högg á skíðið.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti Þórð Mar á Sjúkrahúsið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndbandinu er Þórður á mikilli ferð að stinga sér á milli tveggja klettabelta. „Ég hélt allan tímann að ég myndi ná þessu,“ segir Þórður. Grjót hafi staðið upp úr jörðinni og hann hafi fengið högg af sleðanum í mjöðmina og við það hafi hann flogið af sleðanum. Veltist um úr mjaðmarlið Þórður Mar segist hafa farið úr mjaðmarlið, lent í snjónum og svo veltist hann í brekkunni og rennur niður. Nístandi sársauki, eða hvað? „Jú, ég myndi segja það. Ég hef slasað mig töluvert en þetta er með því verra sem ég hef lent í sársaukalega séð.“ Vélsleðaáhugi Þórðar er greinilegur og má sjá vísbendingar um hann á veggjum heimilis hans í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þórður hefur stundað vélsleðaakstur frá sautján ára aldri og verið enn lengur í mótorkrossi, líklega frá fermingu. Hann er því vanur maður en þessum mótoríþróttum fylgir augljóslega nokkur slysahætta. Nú lá Þórður, farinn úr mjaðmarlið, í líklega 40 prósenta halla í brekku. Sárkvalinn. Í langan tíma á meðan beðið var eftir hjálp. Líklega um einn og hálfan tíma þangað til þyrlan kom. Ekkert símasamband „Þetta tók leiðinlega langan tíma fannst mér,“ segir Þórður. „Maður var virkilega kvalinn, liggjandi þarna úr lið. Ég fann strax að ég var ekki í liðnum.“ Hann segir strákana samstundis hafa brunað á vélsleðum til sín og hann tjáð þeim að hann gæti sig ekki hreyft. Senda þyrfti þyrlu eftir honum. Til að kalla eftir þyrlu með farsíma þarf símasamband. Það er ekki á svæðinu. „Strákarnir þurftu að keyra í svona korter til að komast í símasamband. Svo þegar þeir náðu í Neyðarlínuna þurftu þeir að bruna aftur til mín til að fá hnitin. Svo þurftu þeir aftur að komast í símasamband til að geta gefið upp hnitin,“ segir Þórður. Á meðan þessu stóð lá hann úr mjaðmarlið í brekkunni. Sem betur fer ekki einn. Hitaálteppi hjálpaði til „Ég var rosalega heppinn að það voru svona margir á svæðinu, með góðan búnað til að hlúa að manni. Maður lá þarna í einn og hálfan tíma eða eitthvað. Þeir voru með hitaálteppi og allar græjur til að búa um mann,“ segir Þórður. Svo komu tveir björgunarsveitarmenn á sleðum en annar var sjúkraflutningarmaður. Sá var með lyf og fleira til að veita fyrstu hjálp. „Hann sprautaði mig þarna niður um leið og hann kom, sem var mjög gott,“ segir Þórður Mar. Það hafi veitt honum góða öryggistilfinningu að fá einhvern á staðinn sem kunni til verka. „Ég hafði ekkert borðað um morguninn svo ég fékk næringu í æð. Svo beið maður og það voru allir að spjalla við mann og halda manni við meðvitund.“ Hífður upp í þyrluna Svo var þyrla Landhelgisgæslunnar mætt og ekkert annað í stöðunni, fyrst hallinn var svona mikill í brekkunni, en að sigmaður kæmi niður til hans. Sá var með börur sem blásið var í og skorðuðu Þórð alveg af. „Því það var ekkert hægt að hreyfa við löppinni á mér. Ég lá einhvern veginn á hliðinni í hálfgerðri hliðarlegu.“ Þórður er sjómaður og hefur farið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þyrlu í Slysavarnaskólanum. Hann var því ekkert smeykur í þyrlunni og segist hafa fundið fyrir góðri öryggistilfinningu. Þórður Mar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann segist hafa fengið góðar móttökur.Vísir/Tryggvi Páll Flogið var með Þórð á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í myndatökur og var í framhaldinu svæfður. „Það þurfti sem betur fer ekki að skera mig en það hafði verið gert ráð fyrir því. Þegar ég vaknaði var mér tilkynnt að það hefði ekki þurft að skera. Það var bara hjakkast til að koma mér í lið, svo ég slapp virkilega vel.“ Þakklátur að æð hafi ekki farið í sundur Hann segir að til viðbótar við að fara úr mjaðmarlið hafi tveir þvertindar í hryggjahlið í bakinu brotnað. Hann hafi þó sloppið virkilega vel að eigin sögn. „Líka að hafa ekki fengið sleðann yfir sig. Og að það hafi ekki farið æð í sundur í löppinni. Þá hefði mann bara blætt út á staðnum.“ Þórður er kominn til Reykjavíkur þar sem hann á að hvíla fótinn í sex vikur. Svo taki við endurhæfing og hann verði frá öllum átökum í einhverja mánuði. En svo ætlar hann að snúa aftur á vélsleðann. „Já, ég hugsa það nú. Maður hefur alltaf verið í þessu,“ segir Þórður Mar. Þolinmæði og jákvætt hugarfar verði samt í aðalhlutverki næstu vikur og mánuði. Hann vill nota tækifærið og þakka fólkinu á slysstað, björgunarsveitarfólkinu, starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og á sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir alla hjálpina. Eitt er þó líklegt að verði á óskalistanum fyrir næsta afmæli, eða einfaldlega næstu útgjöld á heimilinu. Talstöðvar í vélsleðaferðirnar til að ná sambandi á stöðum þar sem ekki næst símasamband. Fjallabyggð Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarskipti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þær eru tíðar fréttir á Íslandi af björgunaraðgerðum á fjalli eða jöklum yfir vetrarmánuðina á Íslandi. Fæstum sögum tekst blaðamönnum að fylgja eftir og greina frá afleiðingum slysanna, hvernig fór fyrir fólkinu sem flutt var á slysadeild. Ástæðan er meðal annars sú að Landspítalinn hefur í seinni tíð ekki veitt upplýsingar um líðan fólksins vegna persónuverndarsjónarmiða. Ábending frá almenningi kom blaðamanni í samband við Þórð Mar, 25 ára Akureyring, sem er á góðum batavegi og þakklátur fyrir að ekki hafi verr farið í byltunni á Lágheiði á Tröllaskaga á dögunum. Áður en lengra er haldið skulum við kíkja á myndband af slysinu. Þórður er frá Akureyri en flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Hann fer þó reglulega í heimahagana norðan heiða ekki síst til að sinna áhugamáli sínu, eða ástríðu eins og hann kallar vélsleðaaksturinn. Þórður var ásamt félaga sínum á Tröllaskaga, á svæði sem er afar vinsælt í kreðsunni. Enda var fjarri að þeir væru tveir félagarnir um svæðið. Þarna var fjöldi fólks að fylgjast með og sáu þegar slysið varð. Hann lýsir miklum bratta þar sem að slysið varð. Klifur í rosalegum bratta „Þetta er rosalega bratt og maður er að leika sér að klifra þarna,“ segir Þórður og borgarbarnið hlustar af athygli. Ekki hin týpíska vélsleðaferð sem lattelepjandi miðbæjarrotta myndi skrá sig til leiks í. Nei, ofurhugasport. Svæðið er mjög gott fyrir vélsleðafólk að sögn Þórðar. Hann var búinn að fara eina ferð og allt gengið slysalaust fyrir sig. „Svo fer ég seinni ferðina og þá lendi ég í slæmum aðstæðum. Það er einhver klaki þarna, ég missi stjórn og það kemur högg á skíðið.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti Þórð Mar á Sjúkrahúsið á Akureyri.Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndbandinu er Þórður á mikilli ferð að stinga sér á milli tveggja klettabelta. „Ég hélt allan tímann að ég myndi ná þessu,“ segir Þórður. Grjót hafi staðið upp úr jörðinni og hann hafi fengið högg af sleðanum í mjöðmina og við það hafi hann flogið af sleðanum. Veltist um úr mjaðmarlið Þórður Mar segist hafa farið úr mjaðmarlið, lent í snjónum og svo veltist hann í brekkunni og rennur niður. Nístandi sársauki, eða hvað? „Jú, ég myndi segja það. Ég hef slasað mig töluvert en þetta er með því verra sem ég hef lent í sársaukalega séð.“ Vélsleðaáhugi Þórðar er greinilegur og má sjá vísbendingar um hann á veggjum heimilis hans í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þórður hefur stundað vélsleðaakstur frá sautján ára aldri og verið enn lengur í mótorkrossi, líklega frá fermingu. Hann er því vanur maður en þessum mótoríþróttum fylgir augljóslega nokkur slysahætta. Nú lá Þórður, farinn úr mjaðmarlið, í líklega 40 prósenta halla í brekku. Sárkvalinn. Í langan tíma á meðan beðið var eftir hjálp. Líklega um einn og hálfan tíma þangað til þyrlan kom. Ekkert símasamband „Þetta tók leiðinlega langan tíma fannst mér,“ segir Þórður. „Maður var virkilega kvalinn, liggjandi þarna úr lið. Ég fann strax að ég var ekki í liðnum.“ Hann segir strákana samstundis hafa brunað á vélsleðum til sín og hann tjáð þeim að hann gæti sig ekki hreyft. Senda þyrfti þyrlu eftir honum. Til að kalla eftir þyrlu með farsíma þarf símasamband. Það er ekki á svæðinu. „Strákarnir þurftu að keyra í svona korter til að komast í símasamband. Svo þegar þeir náðu í Neyðarlínuna þurftu þeir að bruna aftur til mín til að fá hnitin. Svo þurftu þeir aftur að komast í símasamband til að geta gefið upp hnitin,“ segir Þórður. Á meðan þessu stóð lá hann úr mjaðmarlið í brekkunni. Sem betur fer ekki einn. Hitaálteppi hjálpaði til „Ég var rosalega heppinn að það voru svona margir á svæðinu, með góðan búnað til að hlúa að manni. Maður lá þarna í einn og hálfan tíma eða eitthvað. Þeir voru með hitaálteppi og allar græjur til að búa um mann,“ segir Þórður. Svo komu tveir björgunarsveitarmenn á sleðum en annar var sjúkraflutningarmaður. Sá var með lyf og fleira til að veita fyrstu hjálp. „Hann sprautaði mig þarna niður um leið og hann kom, sem var mjög gott,“ segir Þórður Mar. Það hafi veitt honum góða öryggistilfinningu að fá einhvern á staðinn sem kunni til verka. „Ég hafði ekkert borðað um morguninn svo ég fékk næringu í æð. Svo beið maður og það voru allir að spjalla við mann og halda manni við meðvitund.“ Hífður upp í þyrluna Svo var þyrla Landhelgisgæslunnar mætt og ekkert annað í stöðunni, fyrst hallinn var svona mikill í brekkunni, en að sigmaður kæmi niður til hans. Sá var með börur sem blásið var í og skorðuðu Þórð alveg af. „Því það var ekkert hægt að hreyfa við löppinni á mér. Ég lá einhvern veginn á hliðinni í hálfgerðri hliðarlegu.“ Þórður er sjómaður og hefur farið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í þyrlu í Slysavarnaskólanum. Hann var því ekkert smeykur í þyrlunni og segist hafa fundið fyrir góðri öryggistilfinningu. Þórður Mar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann segist hafa fengið góðar móttökur.Vísir/Tryggvi Páll Flogið var með Þórð á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann fór í myndatökur og var í framhaldinu svæfður. „Það þurfti sem betur fer ekki að skera mig en það hafði verið gert ráð fyrir því. Þegar ég vaknaði var mér tilkynnt að það hefði ekki þurft að skera. Það var bara hjakkast til að koma mér í lið, svo ég slapp virkilega vel.“ Þakklátur að æð hafi ekki farið í sundur Hann segir að til viðbótar við að fara úr mjaðmarlið hafi tveir þvertindar í hryggjahlið í bakinu brotnað. Hann hafi þó sloppið virkilega vel að eigin sögn. „Líka að hafa ekki fengið sleðann yfir sig. Og að það hafi ekki farið æð í sundur í löppinni. Þá hefði mann bara blætt út á staðnum.“ Þórður er kominn til Reykjavíkur þar sem hann á að hvíla fótinn í sex vikur. Svo taki við endurhæfing og hann verði frá öllum átökum í einhverja mánuði. En svo ætlar hann að snúa aftur á vélsleðann. „Já, ég hugsa það nú. Maður hefur alltaf verið í þessu,“ segir Þórður Mar. Þolinmæði og jákvætt hugarfar verði samt í aðalhlutverki næstu vikur og mánuði. Hann vill nota tækifærið og þakka fólkinu á slysstað, björgunarsveitarfólkinu, starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og á sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir alla hjálpina. Eitt er þó líklegt að verði á óskalistanum fyrir næsta afmæli, eða einfaldlega næstu útgjöld á heimilinu. Talstöðvar í vélsleðaferðirnar til að ná sambandi á stöðum þar sem ekki næst símasamband.
Fjallabyggð Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarskipti Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira