Þreytt og komin með nóg Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 26. janúar 2021 08:00 Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar