Everton og Leicester gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í toppbaráttuslag á Goodison Park í kvöld. Everton komst yfir í fyrri hálfleik en Leicester jafnaði í þeim síðari.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á meðal varamanna Everton.
Everton komst yfir eftir hálftímaleik er James Rodriguez skoraði einkar laglegt mark með hægri fótar skoti í stöng og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Leicester stýrði ferðinni í síðari hálfleik og það var verðskuldað er Youri Tielemans jafnaði metin á 67. mínútu. Lokatölur 1-1.
Gylfi Þór kom inn á sem varamaður á 85. mínútu en Everton er í sjöunda sætinu með 33 stig. Leicester er í þriðja sætinu með 39 stig.
FT: Everton 1-1 Leicester
— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2021
Nothing to split them at full time. James Rodríguez kicking off proceedings with a goal in the first half, evened out by Youri Tielemans in the second.
Some relentless attacking from Leicester, but with little reward.#bbcfootball #EVELEI