NBA dagsins: LeBron og félagar drápu á sér í bílaborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 14:30 Mason Plumlee beitir öllum brögðum til að stöðva LeBron James. getty/Gregory Shamus Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, áttu ólíku gengi að fagna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum