Stórveldaslagur í Garðinum í Boston Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2021 11:30 Jayson Tatum og LeBron James kljást í nótt þegar Boston Celtics tekur á móti Los Angeles Lakers. getty/Maddie Meyer Stórveldin og sigursælustu lið NBA-deildarinnar í körfubolta, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, eigast við í Boston í nótt. Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Það er alltaf stór stund þegar þessi lið mætast enda þau sem hafa unnið langflesta titla í sögu NBA. Lakers vann sinn sautjánda meistaratitil í fyrra og jafnaði þar með við Boston. Saman hafa þessi lið unnið 34 af 74 meistaratitlum í sögu NBA-deildarinnar. Lakers hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Detroit Pistons og Philadelphia 76ers, eftir að hafa unnið fyrstu tíu útileiki sína á tímabilinu. Lakers lýkur Austurstrandarferð sinni þegar liðið sækir Atlanta Hawks heim á þriðjudaginn. Boston hefur gengið vel á heimavelli það sem af er tímabili og unnið fimm af sjö leikjum sínum þar. Boston hefur endurheimt Jayson Tatum sem missti af nokkrum leikjum vegna kórónuveirunnar. Jaylen Brown bar þyngri byrðar í sóknarleik Boston í fjarveru Tatums. Hann er sjöundi stigahæsti leikmaður deildarinnar með 27,1 stig að meðaltali í leik. Brown hefur bætt sig mikið milli tímabila en í fyrra var hann með 20,3 stig að meðaltali í leik. Hjá Lakers er LeBron James sem fyrr í aðalhlutverki. Hann slær ekkert af þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára og er með 25,5 stig, 7,8 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hin stórstjarnan í Lakers, Anthony Davis, missti af leiknum gegn Detroit vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verður með gegn Boston í nótt. Þjóðverjinn Dennis Schröder, sem kom frá Oklahoma City Thunder fyrir tímabilið, hefur svo verið þriðja hjólið undir Lakers-vagninum í vetur. Hann er með 13,6 stig, 3,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Leikur Boston og Lakers hefst klukkan 01:30 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira