Söngleikir, ABBA lög, eurovision og diskó settu tóninn fyrir kvöldið og var mikil stemning í salnum.
Hér má sjá stórkostlegan flutning Selmu og Margrétar Eir á laginu Heyr mína bæn sem Ellý Vilhjálms söng svo eftirminnilega. Lagið er upprunalega ítalskt eurovisonlag frá árinu 1964 og heitir Non Ho L’étà. Stöllurnar skiptust á að syngja lagið á ítölsku og íslensku með hreint út sagt stórkostlegri útkomu.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 plús.