Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga. „Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“ Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“
Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira