Hátt í þrjú hundruð lög voru send inn og hvert verkefni skoðað vel og seinna meir fór Topp 10 listi í almenna spilun á Xinu 977 og álit hlustenda tekið til greina.
Bæði þessi atriði voru þá að tryggja sér 250 þúsund krónur hvort um sig og pláss á helstu tónlistarhátíðum landsins sem haldnar verða vonandi á árinu ef allt fer vel.
Heyra má í þessum hljómsveitum á Xinu 977 þessa dagana en sitthvort atriðið er með lag í spilun. Lögin Paradise með Possimiste og Let’s Consume með SuperSerious. Possimiste mætti í Harmageddon fyrir helgi og ræddi við þá Frosta og Mána.