Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Samkvæmt henni hefur Magnús fest kaup á 100 þúsund hlutum í Högum á genginu 57,5 krónur á hlut í gegnum félag sitt 2M ehf.
Greint var frá ráðningu hans í síðustu viku en um er að ræða nýja stöðu innan Haga. Mun hann meðal annars bera ábyrgð á stefnumótun og eftirfylgni, viðskiptaþróun og rekstrargreiningum, þar með talið stuðningi við dótturfélög er varðar greiningar og umbótaverkefni.
Þá sagði í tilkynningu frá Högum að lykilverkefni Magnúsar yrði að styðja áframhaldi vinnu við skilgreiningu á áherslum í rekstri og stefnu fyrirtækisins til lengri tíma.
Fyrir ráðninguna hafði Magnús verið ráðgjafi samstæðunnar frá því í sumar en hann hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi undanfarið ár. Hann var áður hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company.