Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Víðir Reynisson, Arnar Þór Gíslason og Þórólfur Guðnason. Vísir Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkru eru afar ósáttir við að þeir þurfi að hafa lokað meðan aðrir vínveitingastaðir sem hafa veitingaleyfi og selja mat fái að hafa opið. Þeir kanna nú hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum. Meðal þeirra er Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars sem hefur verið lokaður í 8 mánuði. „Ég er báðum megin við borðið ég á líka Lebowskibar sem er opinn og þar hefur verið gætt að öllum sóttvarnarreglum. Ég þarf ekkert að pína fólk þar til að borða, þú mátt kaupa bjór eða kokteila ef þú fylgir öllum reglum þannig að ég skil ekki muninn á þessu,“ segir Arnar. Þórólfur Guðnason segir þessa gagnrýni ekki nýja af nálinni. Aðspurður hvað honum finnst um að verið sé að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotinn segir hann: „Þetta er spurning um lögformlega hluti, eða skilgreiningar í lögum. Hvað á að kalla hvaða stað og það er erfitt fyrir mig að koma með tillögur um slíkt þegar lagaramminn er þannig. Ég verð eiginlega að vísa þessu á ráðuneytið sem setur sóttvarnarreglugerðina í form,“ segir Þórólfur. Hann segir að af sinni hálfu sé skýrt af hverju ákveðið var í síðustu tillögum að barir og skemmtistaðir yrðu lokaðir áfram. „Hvaða reynslu höfum við af uppruna smita? Ef við skoðum þriðju bylgjuna þá hófst hún á pöbbum og börum og hnefaleikastöð. Þetta eru líka þeir staðir sem hafa verið nefndir sem áhættustaðir erlendis,“ segir hann. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra segir þetta um málið: „Kráareigendum er auðvitað í sjálfsvald sett að sækja rétt sinn. Heilbrigðisráðherra setur reglugerðina og það þarf að beina þessu þangað. Það er hægt að fara yfir mjög margt í sóttvarnarreglunum gegnum tíðina og menn hafa séð að einhverjum finnst eitthvað sanngjarnt og öðrum ekki. Það eru alltaf einhver göt. En þá er það bara þannig, það er verið að reyna að finna einhverjar línur í þessum málum,“ segir hann. Hann segir mikilvægast að almenningur fari að settum reglum. „En fyrst og fremst segi ég að ef að fólk er að fara á veitingastaði í þeim tilgangi að nota þá sem krá en ekki veitingastað þá er það hegðun fólks sem er ekki í lagi og við erum alltaf að biðla til fólks að vera með okkur í þessu,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira