Fögnum saman framförum í krabbameinslækningum Gunnar Bjarni Ragnarsson, Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Vaka Ýr Sævarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 07:30 Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari).
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun