Fögnum saman framförum í krabbameinslækningum Gunnar Bjarni Ragnarsson, Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Vaka Ýr Sævarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 07:30 Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari).
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar