„Vorboði“ slökkviliðsmanna óvenjulega snemma á ferðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:16 Varðstjóri segir að slökkvistarf hafi gengið framar vonum og að betur hafi farið en á horfðist. vísir/vilhelm Fjölmennt lið slökkviliðsmanna á höfuðborgarsvæðinu var kallað út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna sinubruna við Korpúlfsstaðaveg. Brunalykt fannst víða í borginni vegna þessa en slökkviliðið náði tökum á aðstæðum á mettíma. Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“ Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Varðstjóri segir sinubruna óvenjulegan á þessum árstíma því slökkviliðsmenn líti vanalega á sinubruna sem vorboða. Sinubruninn takmarkaðist við svæðið norðan við Korpúlfsstaði og svæðið austan við Korpúlfs-staðaveg. Kristján Sigfússon, varðstjóri, segir að betur hafi farið en á horfðist. „Þetta gekk bara ljómandi vel hjá okkur, miðað við aðstæður. Þarna var vindur og þurr gróðurinn. Miðað við allt þá gekk þetta hratt og vel hjá okkur. Við fengum mannskap og tæki frá þremur stöðvum og náðum að setja mikið vatn á þetta og það var lykilatriði í að leysa þetta verkefni.“ Kristján segir að engin mannvirki hafi verið í hættu vegna brunans en viðurkennir honum hafi fundist útlitið slæmt þegar hann kom fyrst að vettvangi. „Eldurinn breiddist hratt út þarna […] og var að teygja sig í áttina að Korpúlfsstöðum út af vindinum þannig að við höfðum smá áhyggjur af því að þetta myndi ná að breiðast hraðar út en það svo gerði. Sinubrunar eru að sögn Kristjáns ekki algengir á þessum árstíma, nú um hávetur. „Jú, þetta er óvenjulegt miðað við árstíma. Við slökkviliðsmenn lítum yfirleitt á sinubruna sem vorboða en það er nú ekki komið vor, sérstaklega miðað við annars staðar á landinu. Þetta er alveg óvenjulegt en gerist þó alveg.“
Reykjavík Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Mikill sinubruni við Korpúlfsstaðaveg Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði. 2. febrúar 2021 08:11