Vandað vinnurými fyrir skapandi andrúmsloft A4 2. febrúar 2021 14:23 Sigurveig Ágústsdóttir, Valgerður Vigfúsardóttir, Lukasz Wladyslw Czajowski og Árni Einarsson taka vel á móti viðskiptavinum í húsgagnadeild A4 í Skeifunni. Vilhelm Húsgagnadeild A4 býður fjölbreytt úrval hágæða húsgagna og sniðugra lausna fyrir nútíma vinnurými. Huga þarf að vellíðan starfsfólks og skapandi andrúmslofti. „Við verjum að jafnaði einum þriðja dagsins á vinnustaðnum og því er rétt andrúmsloft þar lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks“ segir Valgerður Vigfúsardóttir, sölustjóri húsgagna hjá A4. „Vandað vinnurými með hágæða skrifstofuhúsgögnum vegur þungt í því að búa til réttar vinnuaðstæður, skapandi andrúmsloft þar sem hugmyndirnar flæða og vinnan verður leikur einn. Við höfum stillt upp nokkrum sviðsmyndum í sýningarsal húsgagna sem er í A4 í Skeifunni.“ Valgerður Vigfúsardóttir sölustjóri húsgagna hjá A4.Vilhelm Fjölbreytt verkefni kalla á breytilegt vinnuumhverfi „Það má segja að aðlögun sé stærsta áskorun vinnustaða í nútíma viðskiptaumhverfi. Því getur verið mikilvægt að geta breytt umhverfinu í takt við verkefni sem verið er að vinna að í hvert sinn“ segir Valgerður. Scala hljóðvistareiningar frá Abstracta eru hannaðar með skírskotun í ísensku bárujárnshúsin „Felliborð, borð og stólar á hjólum, færanlegar töflur og skilrúm eru frábær húsgögn þegar þarf að búa til aðstöðu þar sem sköpunarkrafturinn á að blómstra.“ Klippa: Sky animation Klippa: Sahara A4 Góður aðbúnaður skilar sér í betri líðan starfsfólks „Hvort sem það er góð hljóðvist og birta, rétt líkamsstaða eða pláss til að eiga stund í góðu næði þá er nauðsynlegt að velja lausnir sem skapa aðstæður fyrir þægindi og afslappað andrúmsloft. Slíkar aðstæður leiða svo aftur af sér minna stress, betri líðan hjá starfsfólki og þar af leiðandi bætt vinnuframlag“ bætir Valgerður við. Finninn Antti Evävaara var algjör frumkvöðull í næðissætum og klefum. Hér er tveggja manna færanlegur fundarklefi sem er hljóðeinangrandi, með loftræstingu, lýsingu og rafmagnstenglum. „Það má segja að áherslu á opin vinnurými fylgi svo þörfin á því að skipuleggja rýmið þannig að hægt sé að taka símtöl í friði, eiga stutt samtöl við vinnufélaga eða taka sér stundarhvíld án þess að vinnufriði sér stefnt í hættu,“ segir Valgerður og bendir á að starfsfólk húsgagnadeildar A4 búi yfir sérþekkingu og bjóði ráðgjöf þegar kemur að því að finna bestu lausnirnar. A borðin frá FourDesign skapa skemmtilega og notalega stemningu Stólarnir frá Steelcase sem fylgja líkamsstöðunni „Ný tækni býður einnig upp á sveigjanleika í vinnuumhverfinu. Hjá okkur fást skrifstofustólar frá einum stærsta húsgagnaframleiðanda heims, Steelcase. Þau reka stóra rannsóknarstofu og afrakstur þeirrar vinnu eru einstakir skrifborðsstólar sem taka tillit til þess að stundum ertu að vinna við skrifborð, stundum með spjaldtölvu, í símanum og á fjarfundum svo dæmi séu tekin. Armana á stólnum er hægt að hreyfa til og stilla á ótal vegu – það er í raun hægt að segja að þeir fljóti með líkamanum, eftir því hvaða stellingar er krafist m.v. hvaða tæki er verið að nota.“ Gesture skrifborðsstóllinn frá Steelcase, einstök hönnun og hreyfanleiki armanna gerir þennan stól að besta vini þínum í vinnunni. Please skrifborðsstóllinn frá Steelcase er sá eini sem er með tvískipt bak Náttúrulegar lausnir inn í vinnurýmið Á síðustu árum hafa fyrirtæki í auknu mæli verið að draga náttúruna nær starfsmanninum til dæmis með því að bæta við plöntum, mosa og korki. Mosalausnirnar sem við bjóðum bæta loftgæði rýma og hafa mikil áhrif á hljóðvist og auka ávinningur er hvað mosinn gerir allt hlýlegra og fallegra,“ segir Valgerður. Mosinn frá Nordgröna bætir hljóðvist og andrúmsloftið á vinnustaðnum. „Okkar samstarfsaðilar eru líka bæði gæða- og umhverfisvottaðir og leggja mikla áherslu á vistvæna framleiðslu úr endurunnu og endurvinnanlegu hráefni. T.d hefur EFG, okkar helsti framleiðandi í skrifstofuhúsgögnum minnkað allt króm og lím í sinni framleiðslu, og eru t.d. farin að stinga efni við svampinn eins og í þessum fundarstól svo ekki þurfi að líma áklæði og svamp saman." Favor fundarstóllinn frá EFG, áklæði er stungið við svampinn og þannig er komist hjá því að nota lím. Ekkert áklæði fer til spillis, allar áklæða afklippur fara til að fylla upp í dB hljóðsúlurnar frá Abstracta Klippa: Bernstrand A4 Það sem er líka að gerast er að hefðbundin skrifstofuhúgögn eru að færast nær heimilishúsgögnum í útliti," segir Valgerður. Fallegur möppuskápur sem líkist skenki með því að vera settur á fallega fótagrind. Litir á hurðum, höldum og fótum skapa nýja stemningu á skrifstofunni Persónuleg og góð þjónusta „Við vinnum ávallt þétt með okkar viðskiptavinum, það er eina rétta leiðin til að finna hvað passar hverju sinni. Við mætum á svæðið, tökum myndir og getum teiknað upp ákveðnar tillögur til að gera auðveldara að sjá fyrir sér uppröðun og hvernig húsgögn passa í rýmið. Við höfum unnið fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa um húsgögn og í góðu samstafi við Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög. Eins eru ótal arkitektar sem koma til okkar til að finna lausnir þannig að það eru sko allir velkomnir til okkar A4,“ segir Valgerður að lokum. Lífið Vinnustaðamenning Tíska og hönnun Heilsa Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Við verjum að jafnaði einum þriðja dagsins á vinnustaðnum og því er rétt andrúmsloft þar lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks“ segir Valgerður Vigfúsardóttir, sölustjóri húsgagna hjá A4. „Vandað vinnurými með hágæða skrifstofuhúsgögnum vegur þungt í því að búa til réttar vinnuaðstæður, skapandi andrúmsloft þar sem hugmyndirnar flæða og vinnan verður leikur einn. Við höfum stillt upp nokkrum sviðsmyndum í sýningarsal húsgagna sem er í A4 í Skeifunni.“ Valgerður Vigfúsardóttir sölustjóri húsgagna hjá A4.Vilhelm Fjölbreytt verkefni kalla á breytilegt vinnuumhverfi „Það má segja að aðlögun sé stærsta áskorun vinnustaða í nútíma viðskiptaumhverfi. Því getur verið mikilvægt að geta breytt umhverfinu í takt við verkefni sem verið er að vinna að í hvert sinn“ segir Valgerður. Scala hljóðvistareiningar frá Abstracta eru hannaðar með skírskotun í ísensku bárujárnshúsin „Felliborð, borð og stólar á hjólum, færanlegar töflur og skilrúm eru frábær húsgögn þegar þarf að búa til aðstöðu þar sem sköpunarkrafturinn á að blómstra.“ Klippa: Sky animation Klippa: Sahara A4 Góður aðbúnaður skilar sér í betri líðan starfsfólks „Hvort sem það er góð hljóðvist og birta, rétt líkamsstaða eða pláss til að eiga stund í góðu næði þá er nauðsynlegt að velja lausnir sem skapa aðstæður fyrir þægindi og afslappað andrúmsloft. Slíkar aðstæður leiða svo aftur af sér minna stress, betri líðan hjá starfsfólki og þar af leiðandi bætt vinnuframlag“ bætir Valgerður við. Finninn Antti Evävaara var algjör frumkvöðull í næðissætum og klefum. Hér er tveggja manna færanlegur fundarklefi sem er hljóðeinangrandi, með loftræstingu, lýsingu og rafmagnstenglum. „Það má segja að áherslu á opin vinnurými fylgi svo þörfin á því að skipuleggja rýmið þannig að hægt sé að taka símtöl í friði, eiga stutt samtöl við vinnufélaga eða taka sér stundarhvíld án þess að vinnufriði sér stefnt í hættu,“ segir Valgerður og bendir á að starfsfólk húsgagnadeildar A4 búi yfir sérþekkingu og bjóði ráðgjöf þegar kemur að því að finna bestu lausnirnar. A borðin frá FourDesign skapa skemmtilega og notalega stemningu Stólarnir frá Steelcase sem fylgja líkamsstöðunni „Ný tækni býður einnig upp á sveigjanleika í vinnuumhverfinu. Hjá okkur fást skrifstofustólar frá einum stærsta húsgagnaframleiðanda heims, Steelcase. Þau reka stóra rannsóknarstofu og afrakstur þeirrar vinnu eru einstakir skrifborðsstólar sem taka tillit til þess að stundum ertu að vinna við skrifborð, stundum með spjaldtölvu, í símanum og á fjarfundum svo dæmi séu tekin. Armana á stólnum er hægt að hreyfa til og stilla á ótal vegu – það er í raun hægt að segja að þeir fljóti með líkamanum, eftir því hvaða stellingar er krafist m.v. hvaða tæki er verið að nota.“ Gesture skrifborðsstóllinn frá Steelcase, einstök hönnun og hreyfanleiki armanna gerir þennan stól að besta vini þínum í vinnunni. Please skrifborðsstóllinn frá Steelcase er sá eini sem er með tvískipt bak Náttúrulegar lausnir inn í vinnurýmið Á síðustu árum hafa fyrirtæki í auknu mæli verið að draga náttúruna nær starfsmanninum til dæmis með því að bæta við plöntum, mosa og korki. Mosalausnirnar sem við bjóðum bæta loftgæði rýma og hafa mikil áhrif á hljóðvist og auka ávinningur er hvað mosinn gerir allt hlýlegra og fallegra,“ segir Valgerður. Mosinn frá Nordgröna bætir hljóðvist og andrúmsloftið á vinnustaðnum. „Okkar samstarfsaðilar eru líka bæði gæða- og umhverfisvottaðir og leggja mikla áherslu á vistvæna framleiðslu úr endurunnu og endurvinnanlegu hráefni. T.d hefur EFG, okkar helsti framleiðandi í skrifstofuhúsgögnum minnkað allt króm og lím í sinni framleiðslu, og eru t.d. farin að stinga efni við svampinn eins og í þessum fundarstól svo ekki þurfi að líma áklæði og svamp saman." Favor fundarstóllinn frá EFG, áklæði er stungið við svampinn og þannig er komist hjá því að nota lím. Ekkert áklæði fer til spillis, allar áklæða afklippur fara til að fylla upp í dB hljóðsúlurnar frá Abstracta Klippa: Bernstrand A4 Það sem er líka að gerast er að hefðbundin skrifstofuhúgögn eru að færast nær heimilishúsgögnum í útliti," segir Valgerður. Fallegur möppuskápur sem líkist skenki með því að vera settur á fallega fótagrind. Litir á hurðum, höldum og fótum skapa nýja stemningu á skrifstofunni Persónuleg og góð þjónusta „Við vinnum ávallt þétt með okkar viðskiptavinum, það er eina rétta leiðin til að finna hvað passar hverju sinni. Við mætum á svæðið, tökum myndir og getum teiknað upp ákveðnar tillögur til að gera auðveldara að sjá fyrir sér uppröðun og hvernig húsgögn passa í rýmið. Við höfum unnið fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa um húsgögn og í góðu samstafi við Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög. Eins eru ótal arkitektar sem koma til okkar til að finna lausnir þannig að það eru sko allir velkomnir til okkar A4,“ segir Valgerður að lokum.
Lífið Vinnustaðamenning Tíska og hönnun Heilsa Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira