Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 15:13 Brim hefur verið dæmt til að greiða manni sem fór í meðferð staðgengilslaun. Guðmundur Kristjánsson hefur, eftir nokkur hlé, tekið við forstjórataumunum þar á ný. vísir/vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Sjómaðurinn sem stefndi Brim starfaði sem háseti hjá fyrirtækinu. Stefna hans byggir á því að í veiðiferð frystitogarans sem hann starfaði á hafi hann veikst, en veiðiferðin stóð yfir 26. febrúar 2019 til 4. mars sama ár. Hásetinn segist hafa komið óvinnufær í land og hafði þá samband við heimilislækni sinn. Hásetinn fyrrverandi höfðar málið til innheimtu á „staðgengilslaunum í tvo mánuði sem hann byggir á að stefnda beri að greiða honum vegna óvinnufærni stefnanda. Mætti ekki vegna vímuefnavanda Lögmaður Brims mótmælti því ekki að hásetinn hefði að öllu jöfnu átt rétt á staðgengilslaunum í tvo mánuði. Hins vegar vill Brim ekki fallast á að greiða hásetanum staðgengilslaun á þeirri forsendu að hvorki séu fyrir hendi formskilyrði né efnisleg skilyrði fyrir rétti stefnanda til greiðslu umkrafinna launa. Óumdeilt sé að eftir að hann kom í land 4. mars 2019 óskaði hann eftir leyfi sem næmi næstu veiðiferð og var fallist á þá beiðni. Stefnandi átti samkvæmt því að snúa aftur til starfa 12. mars 2019. Það gerði hann aftur á móti ekki heldur neytti áfengis og annarra vímuefna þar til hann ákvað að leita sér meðferðar í Svíþjóð. Í málinu liggja fyrir læknisvottorð þar sem fram kemur að hásetinn hafi neyðst til að hætta sjómennsku vegna þunglyndis og kvíða auk gruns um geðhvarfasjúkdóm. Þar kemur fram að stefnandi hafi lengi glímt við andleg veikindi. Þrátt fyrir lyfjameðferð hafi stefnandi ekki getað sinnt sjálfum sér og verið óvinnfær. Alkóhólismi ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar Lögmaður Brims vakti meðal annars athygli á því að neysla áfengis og/eða vímuefna og vandi einstaklinga sem af slíkri neyslu stafar sé ekki sjúkdómur í skilningi vinnuréttar. Og að stefnandi hafi vanrækt að tilkynna vinnuveitanda um að hann væri óvinnufær. Á það féllst dómari ekki. Í dómsorði, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, telur Arnaldur Hjartarson héraðsdómari að taka beri kröfu hásetans fyrrverandi um tveggja mánaða laun til greina. Þar segir meðal annars að málsástæða stefnda, sem ekki sé studd haldbærum gögnum, að stefnandi hafi sjálfur bakað sér af a.m.k. stórfelldu gáleysi þann sjúkdóm sem hann glímir við, komi ekki til skoðunar við úrlausn málsins. Ekki sé uppi ágreiningur um fjárhæðir, greiða beri stefnanda 2,706 krónur með dráttavöxtum frá 15. júní 2019. Og málskostnað sem þykir hæfilegur 950.000 krónur að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Sjávarútvegur Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira