Rúnar Alex fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 20:20 Rúnar Alex í leiknum í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Rúnar Alex Rúnarsson skráði sig á spjöld knattspyrnusögunnar í kvöld er hann varð fyrsti íslenski markvörðurinn til að standa í marki liðs í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er Arsenal tapaði 2-1 gegn Wolves í kvöld. Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021 Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Rúnar Alex hóf leik kvöldsins á varamannabekk Arsenal en hinn þýski Bernd Leno var að venju á milli stanganna. Segja má að Rúnar Alex hafi verið nokkuð óvænt á varamannabekk liðsins í kvöld en Mat Ryan – sem kom á láni frá Brighton & Hove Albion – er meiddur og var ekki með í kvöld. Staðan var 2-1 Wolves í vil þegar Rúnar Alex kom inn í kvöld. Ástæðan var sú að Leno rak hendi í knöttinn fyrir utan vítateig á 72. mínútu og þar sem leikmaður Wolves var nálægt honum þá var Þjóðverjinn sendur í sturtu fyrir að ræna marktækifæri. Söguleg stund. Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markmaðurinn til að spila í Premier League.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 2, 2021 Um var að ræða annað rauða spjald Arsenal í leiknum þar sem David Luiz fékk rautt spjald er fyrri hálfleikur var í þann mund að enda. Rúnar Alex átti mjög fína innkomu og varði í tvígang vel er níu leikmenn Arsenal gerðu sitt besta til að jafna metin. Gestirnir fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Wolves er uppbótartíminn var við það að renna út og tók Rúnar spyrnuna. Heimamenn skölluðu frá og leiknum lauk því með 2-1 sigri Wolves. Söguleg stund á Síminn Sport.Rúnar Alex Rúnarsson fyrsti íslenski markvörðurinn sem spilar í Premier League. pic.twitter.com/ZtglZVEoQQ— Síminn (@siminn) February 2, 2021 Eins og áður kom fram varð Rúnar samt sem áður fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni með innkomunni í kvöld. Þar sem áðurnefndur Mat Ryan er sem stendur á meiðslalista Arsenal gæti verið svo að Rúnar Alex verði fyrsti íslenski markvörðurinn til að byrja leik í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal mætir Aston Villa þann 6. febrúar. Nú er bara að bíða og sjá, og vona. Fyndið að sjá enska stuðningsmenn Arsenal vonast eftir því að fá Mat Ryan heilan fyrir laugardaginn. Hann er jú LÉLEGASTI markvörður deildarinnar á þessari leiktíð. Gaurinn er með solid 50% vörslu sem væri vissulega gott í handbolta en sá næst slakasti er með 61% vörslu.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) February 2, 2021
Fótbolti Enski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Arsenal sá tvö rauð í tapi gegn Wolves | Sharp gaf Sheffield líflínu Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. 2. febrúar 2021 20:00
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti