Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 20:59 Barnið glímdi við alvarleg undirliggjandi veikindi. Getty Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi. Til þessa höfðu engin börn eða ungmenni látist af völdum faraldursins í Danmörku og hefur enginn í aldurshópunum 10 til 19 ára eða 20 til 29 ára látist af völdum covid-19. Foreldrar þurfa ekki að óttast að senda börn sín aftur í skólann að sögn yfirlæknis sem haft er eftir í frétt TV2. Í gær greindu stjórnvöld frá því að frá og með næsta mánudegi fái yngstu börn grunnskóla aftur að fara í skólann en öll grunnskólabörn hafa þurft að vera heima í fjarkennslu frá því fyrir jól. Klaus Birkelund Johansen, yfirlæknir á barna- og unglingadeild Háskólasjúkrahússins í Árósum, segir að foreldrar ungbarna þurfi ekki að óttast í kjölfar frétta af fyrsta andláti ungs barns í landinu. Það sé „virkilega sjaldgæft“ á heimsvísu að ung börn deyi af völdum veirunnar. „Öll börn sem hafa látist af kórónuveirunni í heiminum eru alvarlega veik fyrir,“ segir Johansen. „En jafnvel meðal mjög veikra barna er mjög mjög sjaldgæft að þau deyi.“ Þeim sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á degi hverjum hefur farið fækkandi undanfarna daga. Aftur á móti hefur æ hærra hlutfall þeirra sem greinast jákvæðir reynst vera með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. 397 greindust með veiruna í gær en alls hafa hátt í 200 þúsund greinst með veiruna í Danmörku og staðfest hafa verið 2.160 dauðsföll. Langflestir hinna látnu voru sjötíu ára eða eldri. Aðeins tíu hinna látnu voru fimmtíu ára eða yngri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Til þessa höfðu engin börn eða ungmenni látist af völdum faraldursins í Danmörku og hefur enginn í aldurshópunum 10 til 19 ára eða 20 til 29 ára látist af völdum covid-19. Foreldrar þurfa ekki að óttast að senda börn sín aftur í skólann að sögn yfirlæknis sem haft er eftir í frétt TV2. Í gær greindu stjórnvöld frá því að frá og með næsta mánudegi fái yngstu börn grunnskóla aftur að fara í skólann en öll grunnskólabörn hafa þurft að vera heima í fjarkennslu frá því fyrir jól. Klaus Birkelund Johansen, yfirlæknir á barna- og unglingadeild Háskólasjúkrahússins í Árósum, segir að foreldrar ungbarna þurfi ekki að óttast í kjölfar frétta af fyrsta andláti ungs barns í landinu. Það sé „virkilega sjaldgæft“ á heimsvísu að ung börn deyi af völdum veirunnar. „Öll börn sem hafa látist af kórónuveirunni í heiminum eru alvarlega veik fyrir,“ segir Johansen. „En jafnvel meðal mjög veikra barna er mjög mjög sjaldgæft að þau deyi.“ Þeim sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á degi hverjum hefur farið fækkandi undanfarna daga. Aftur á móti hefur æ hærra hlutfall þeirra sem greinast jákvæðir reynst vera með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. 397 greindust með veiruna í gær en alls hafa hátt í 200 þúsund greinst með veiruna í Danmörku og staðfest hafa verið 2.160 dauðsföll. Langflestir hinna látnu voru sjötíu ára eða eldri. Aðeins tíu hinna látnu voru fimmtíu ára eða yngri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira