Hallinn í skólakerfinu Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. febrúar 2021 09:30 Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert er þó að minna á að 2000 börn eru à biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings sem einmitt hefur töluvert með stuðning barna í vanda með m.a. málskilning að gera. Í 11 ár starfaði ég sem drengjakennari og síðar skólastjóri í skóla sem hefur skapað sér sérstöðu í íslensku skólakerfi með kynjaskiptu skólastarfi. Með þá reynslu á bakinu get ég tekið undir mikilvægi þess að staðan sé rýnd og horft til þess hvaða aðferðum er beitt til þess að nálgast stöðu drengja. Nálgunin hefur áhrif bæði á frammistöðu og líðanina og er forsenda þess að ná árangri. Ólík nálgun en sama markmið Í öllu skólastarfi þess skóla sem ég starfaði við og stýrði voru samskipti, virðing og vellíðan rauði þráðurinn í öllu starfi og átti við um börn jafnt sem starfsfólk. Þrátt fyrir að kynjaskipting hafi verið einkenni og meginforsenda starfsins er sá þáttur bara ein leið af fjölmörgum til að nálgast skólastarf með það að markmiði að mæta forsendum allra barna. Ótal aðrar leiðir eru jafngildar en fyrst og fremst skiptir máli að hafa trú á því að leiðin sem farin er virki fyrir öll börn. Staða drengja fær alla jafna nokkuð mikla athygli í umræðunni ekki síst vegna útkomu þeirra í PISA mælingum og er það vissulega áhyggjuefni. Mikilvægt er að rýna ástæðu þess að þeir skora lægra en stúlkur og bæta stöðu þeirra. Staða stúlkna hefur fengið nokkuð minni athygli. Þær virðast standa sig námslega almennt betur en drengir í því námsumhverfi sem íslenskt skólakerfi býður upp á. En við höfum hins vegar vísbendingar um að stúlkum líði ekki nógu vel. Þær mælast frekar með kvíðaeinkenni en drengir og halda sig almennt meira til hlés. Án þess að það hafi í för með sér áhyggjufulla umræðu. Hvað þá staða barna af erlendum uppruna eða fatlaðra ungmenna. Barnahóparnir í skólakerfinu eru fjölmargir og ólíkir. Heildarmyndin og leiðin til árangurs Það er almennt mat skólafólks, jafnt kennara sem stjórnenda, að innleiðing aðalnámskrár grunnskóla hafi ekki tekist sem skyldi. Þetta var niðurstaða nýlegrar skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis um mat á innleiðingunni. Í skýrslunni kemur fram að vantað hafi upp á alla eftirfylgni ráðuneytisins, allan faglegan stuðning skorti sem og leiðbeiningar fyrir skólafólk um framkvæmdina. Skýrslan verður að teljast áfellisdómur um framkvæmdina. Við þessu ætlar ráðuneytið að bregðast við með ákveðnum leiðum sem kynntar eru í sömu skýrslu. Kallað er eftir einfaldari aðalnámskrá og fækkun hæfniviðmiða. Ekki er síður kallað eftir skilvirkara námsumsjónarkerfi, sem leiðir af sér hagræðingu í vinnuumhverfi kennara og auknu frelsi þeirra sem fara fyrir skólastarfi. Í ákalli um aukið frelsi felst m.a. krafa um meiri sveigjanleika í viðmiðunarstundaskrá til að mæta markmiðum og ná þeim. Fjölbreytt námsframboð er forsenda þess að eiga möguleika á að ná til ólíkra nemenda af hvaða kyni sem þeir eru. Þar verður viðmiðunarstundaskrá að vísa veginn. Allt hefur þetta áhrif á þá leið sem valin er til að skapa sem farsælast námsumhverfi fyrir öll börn. Það er hægt að gera betur. Bara ef. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki eitthvað eitt sem skýrir óásættanlega stöðu drengja eða annarra barna innan skólakerfisins. Skólakerfið er samþætt af alls kyns breytum og hver og ein þeirra hefur áhrif á árangur, líðan og ánægju. Það er grunnforsenda farsæls skólastarfs að umgjörð starfsins sé skýr og að aðstæður kennara og stjórnenda séu hvetjandi og styðjandi til að ástríðan í hverju skólasamfélagi fái að blómstra. Að kerfið sé sveigjanlegt og hreyfanlegt. Þegar ég horfi til baka, þá var það mikilvægast fyrir farsælt skólastarf að hafa upplifað frelsi til þess að fylgja ástríðunni og finna traust á þeirri leið sem var valin. Vellíðan mældist í hæstu hæðum meðal barna og færni í námi hvort heldur sem var lestur, stærðfræði eða samskiptafærni mældust framúrskarandi meðal allra kynja. Hitt er síðan að það eru allir að gera sitt besta en það dugar ekki til. Kennarar og stjórnendur keppast við að finna leiðir til að gera betur innan veggja kerfis sem löngu er orðið tímabært taka til stórfelldrar endurskoðunar. Við þurfum kerfi sem byggir stoðir sínar til framtíðar en ekki á fortíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert er þó að minna á að 2000 börn eru à biðlista eftir þjónustu talmeinafræðings sem einmitt hefur töluvert með stuðning barna í vanda með m.a. málskilning að gera. Í 11 ár starfaði ég sem drengjakennari og síðar skólastjóri í skóla sem hefur skapað sér sérstöðu í íslensku skólakerfi með kynjaskiptu skólastarfi. Með þá reynslu á bakinu get ég tekið undir mikilvægi þess að staðan sé rýnd og horft til þess hvaða aðferðum er beitt til þess að nálgast stöðu drengja. Nálgunin hefur áhrif bæði á frammistöðu og líðanina og er forsenda þess að ná árangri. Ólík nálgun en sama markmið Í öllu skólastarfi þess skóla sem ég starfaði við og stýrði voru samskipti, virðing og vellíðan rauði þráðurinn í öllu starfi og átti við um börn jafnt sem starfsfólk. Þrátt fyrir að kynjaskipting hafi verið einkenni og meginforsenda starfsins er sá þáttur bara ein leið af fjölmörgum til að nálgast skólastarf með það að markmiði að mæta forsendum allra barna. Ótal aðrar leiðir eru jafngildar en fyrst og fremst skiptir máli að hafa trú á því að leiðin sem farin er virki fyrir öll börn. Staða drengja fær alla jafna nokkuð mikla athygli í umræðunni ekki síst vegna útkomu þeirra í PISA mælingum og er það vissulega áhyggjuefni. Mikilvægt er að rýna ástæðu þess að þeir skora lægra en stúlkur og bæta stöðu þeirra. Staða stúlkna hefur fengið nokkuð minni athygli. Þær virðast standa sig námslega almennt betur en drengir í því námsumhverfi sem íslenskt skólakerfi býður upp á. En við höfum hins vegar vísbendingar um að stúlkum líði ekki nógu vel. Þær mælast frekar með kvíðaeinkenni en drengir og halda sig almennt meira til hlés. Án þess að það hafi í för með sér áhyggjufulla umræðu. Hvað þá staða barna af erlendum uppruna eða fatlaðra ungmenna. Barnahóparnir í skólakerfinu eru fjölmargir og ólíkir. Heildarmyndin og leiðin til árangurs Það er almennt mat skólafólks, jafnt kennara sem stjórnenda, að innleiðing aðalnámskrár grunnskóla hafi ekki tekist sem skyldi. Þetta var niðurstaða nýlegrar skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytis um mat á innleiðingunni. Í skýrslunni kemur fram að vantað hafi upp á alla eftirfylgni ráðuneytisins, allan faglegan stuðning skorti sem og leiðbeiningar fyrir skólafólk um framkvæmdina. Skýrslan verður að teljast áfellisdómur um framkvæmdina. Við þessu ætlar ráðuneytið að bregðast við með ákveðnum leiðum sem kynntar eru í sömu skýrslu. Kallað er eftir einfaldari aðalnámskrá og fækkun hæfniviðmiða. Ekki er síður kallað eftir skilvirkara námsumsjónarkerfi, sem leiðir af sér hagræðingu í vinnuumhverfi kennara og auknu frelsi þeirra sem fara fyrir skólastarfi. Í ákalli um aukið frelsi felst m.a. krafa um meiri sveigjanleika í viðmiðunarstundaskrá til að mæta markmiðum og ná þeim. Fjölbreytt námsframboð er forsenda þess að eiga möguleika á að ná til ólíkra nemenda af hvaða kyni sem þeir eru. Þar verður viðmiðunarstundaskrá að vísa veginn. Allt hefur þetta áhrif á þá leið sem valin er til að skapa sem farsælast námsumhverfi fyrir öll börn. Það er hægt að gera betur. Bara ef. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki eitthvað eitt sem skýrir óásættanlega stöðu drengja eða annarra barna innan skólakerfisins. Skólakerfið er samþætt af alls kyns breytum og hver og ein þeirra hefur áhrif á árangur, líðan og ánægju. Það er grunnforsenda farsæls skólastarfs að umgjörð starfsins sé skýr og að aðstæður kennara og stjórnenda séu hvetjandi og styðjandi til að ástríðan í hverju skólasamfélagi fái að blómstra. Að kerfið sé sveigjanlegt og hreyfanlegt. Þegar ég horfi til baka, þá var það mikilvægast fyrir farsælt skólastarf að hafa upplifað frelsi til þess að fylgja ástríðunni og finna traust á þeirri leið sem var valin. Vellíðan mældist í hæstu hæðum meðal barna og færni í námi hvort heldur sem var lestur, stærðfræði eða samskiptafærni mældust framúrskarandi meðal allra kynja. Hitt er síðan að það eru allir að gera sitt besta en það dugar ekki til. Kennarar og stjórnendur keppast við að finna leiðir til að gera betur innan veggja kerfis sem löngu er orðið tímabært taka til stórfelldrar endurskoðunar. Við þurfum kerfi sem byggir stoðir sínar til framtíðar en ekki á fortíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar