Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 23:30 Frá loftslagsmótmælum í París 2015. EPA/ETIENNE LAURENT Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“ Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“
Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira