#TheDress gengur aftur: Er steinn í avókadóinu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:03 „Hvernig er kjóllinn á litinn?“ var spurning ársins 2015. Nú er það avókadóið. Margir muna eftir kjólnum alræmda sem fór eins og eldur í sinu um netheima í ársbyrjun 2015. Allir höfðu skoðun á málinu og fólk skipaði sér í fylkingar eftir því hvort það sá hvítan og gylltan kjól eða bláan og svartan. Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár. Lífið Grín og gaman Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Nú, sex árum síðar, stöndum við frammi fyrir annarri áleitinni spurningu. Er steinn í avókadóinu, eður ei? Daily Mail er meðal þeirra miðla sem hafa fjallað um málið en svo virðist sem sumir sjái stein í avokadóinu á meðan aðrir sjá holuna þar sem steinninn lá áður. #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu Hvert svarið er fylgir ekki sögunni en hvað varðar kjólinn kvisaðist sannleikurinn út að lokum. Margir höfðu þá tjáð skoðun sína, eða upplifun öllu heldur, á samfélagsmiðlum, meðal annars fræga fólkið, sem þarf jú stundum að finna eitthvað til að drepa tímann eins og við hin. Hvítur og gylltur! sagði Kim Kardashian. Blár og svartur! sagði Kanye West. Julianne Moore var sammála Kardashian en Justin Bieber sammála West. Fjölmargar fræðigreinar hafa verið ritaðar um #TheDress, bæði internetfyrirbærið og það af hverju fólk sér mismunandi liti. Upphaf málsins má rekja til brúðkaups Grace og Keir Johnston í Skotlandi en móðir Grace tók mynd af kjólnum í Cheshire Oaks-verslanamiðstöðinni. Hugðist hún klæðast honum í brúðkaupinu og sendi dóttur sinni myndina til að bera undir hana. Brúðurinn og aðrir sem fengu að sjá myndina voru ósammála um litinn á kjólnum og rataði myndin senn á Facebook. Vinkona brúðarinnar sendi hana svo til Buzzfeed sem deildi henni á Tumblr, þar sem hún var skoðuð allt að 14 þúsund sinnum á sekúndu. Þegar fárið náði hámarki var myllumerkinu #TheDress tíst 11 þúsund sinnum á mínútu og miðlar á borð við Washington Post sáu sig tilneydda til að fjalla um málið. Á aðeins fjórum dögum lásu 37 milljónir „frétt“ Buzzfeed um kjólinn en skoðanakönnun miðilsins leiddi í ljós að 67% sáu hvítt og gyllt en 33% svart og blátt. Og já, það má svo nefna að kjóllinn reyndist raunar svartur og blár.
Lífið Grín og gaman Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira