Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 20:30 Gunnar Kristjánsson, prestur, ákvað að halda stafræna minningarathöfn með vinum Henning og Mogens þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um drengina og syrgja þá. AÐSEND Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira