Veðjaði 452 milljónum á sigur Tom Brady í SuperBowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 10:01 Jim McIngvale er tilbúinn að veðja hundruðum milljóna á íþróttakappleiki en ekki er vitað hvaða skoðun eiginkonan Linda McIngvale hefur á því. Getty/Bob Levey Það er einn maður sem hefur mikla trú á því að hinn 43 ára gamli Tom Brady vinni sinn sjöunda NFL-titil í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Þótt að flestir telji Tom Brady vera besta leikmann sögunnar og hafi mikla trú á honum í SuperBowl leiknum á móti Kansas City Chiefs þá er verkefnið afar erfitt. Kansas City Chiefs liðið er ríkjandi meistari og hefur nánast verið óstöðvandi með Patrick Mahomes í leikstjórnendastöðunni. Mahomes virðist eiga lausnir við flestu því sem varnir mótherjanna bjóða honum upp á og með hann innanborðs þá hefur Chiefs unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum þar af fimm leiki í röð í úrslitakeppni. Það er samt einn maður í Bandaríkjunum sem er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum á sigur Tom Brady og félaga í Tampa Bay Buccaneers. The Man. The Myth. The Legend. Houston-based furniture chain owner Jim McIngvale, otherwise known as "Mattress Mack," has wagered $3.46 million on the Tampa Bay Buccaneers +3.5 for #SuperBowl. The bet would have a total payout of about $6.18 million. ( : @DKSportsbook) pic.twitter.com/EcrzEY3eXM— Front Office Sports (@FOS) February 4, 2021 Sá heitir Jim McIngvale og er mun þekktari undir nafninu „Mattress Mack“ en hann rekur risa húsgangavöruverslunarkeðju í Texas. Mattress Mack er einnig þekktur fyrir að veðja miklu á stærstu íþróttakappleikina í Bandaríkjunum og Super Bowl í ár er þar engin undantekning. Jim McIngvale ákvað að setja 3,46 milljónir Bandaríkjadala á sigur Tampa Bay Buccaneers í leiknum sem og að liðið vinni upp 3,5 stiga forskotið sem þeim er gefið fyrir leikinn. Jim "Mattress Mack" McIngvale, who is known for making giant sports bets, has placed the largest wager on Super Bowl LV so far $3.46 million on the underdog Buccaneers at +3.5 pic.twitter.com/rwGPmXkHED— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 3,46 milljónir dollara eru 452 milljónir íslenskra króna. Vinni Tom Brady og Tampa Bay Buccaneers liðið leikinn þá mun Jim McIngvale hafa 807 milljónir króna upp úr krafsinu. Hann mun því hagnast um 355 milljónir króna. Mattress Mack hefur reynda tapað miklum peningi á því að veðja á lið sem hefur tapað. Hann veðjaði sem dæmi mörgum milljónum á sigur Houston Astros í úrslitum hafnaboltans árið 2019 en liðið tapaði þá í oddaleik á móti Washington Nationals. Það má búast við því að Mattress Mack fylgist spenntur með leiknum eins og milljónir manna út um allan heim. Hér á Íslandi verður Super Bowl leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25.
NFL Ofurskálin Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira