LeBron ósáttur með að stjörnuleikurinn fari fram í miðjum heimsfaraldri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 12:30 LeBron James er nákvæmlega núll spenntur fyrir stjörnuleiknum í NBA-deildinni. getty/Keith Birmingham LeBron James er ósáttur með að NBA-deildin ætli að vera með hinn árlega stjörnuleik í miðjum heimsfaraldri. Samkvæmt fréttum vestanhafs á stjörnuleikurinn að fara fram í Atlanta 7. mars. Fyrir tímabilið var ekki gert ráð fyrir því að hann færi fram. LeBron hefur engan áhuga á að spila stjörnuleikinn ef hann fer fram. „Ég er ekkert spenntur fyrir stjörnuleik. Ég er ekki ánægður með þetta. Ef ég verð valinn spila ég en hugurinn verður annars staðar,“ sagði LeBron sem var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets, 114-93, í nót. LeBron skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Því miður fyrir LeBron eru verður hann valinn í stjörnuleikinn. Hann er nefnilega efstur í Vesturdeildinni eftir fyrsta hluta kosningar aðdáenda NBA í stjörnuliðin. LeBron hefur spilað sextán stjörnuleiki í röð, eða síðan 2005, á hans öðru tímabili í NBA. LeBron hafði hlakkað til að geta kastað mæðinni eftir álag síðustu mánaða. „Við fengum 71 dags langt undirbúningstímabil og þegar tímabilið hófst var okkur tjáð að það yrði enginn stjörnuleikur svo við fengjum frí. Síðan bæta þeir stjörnuleiknum við sisvona,“ sagði LeBron. „Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur. Við erum enn að kljást við heimsfaraldur og förum síðan allir inn í borg sem er opin.“ De'Aaron Fox, stærsta stjarna Sacramento Kings, gekk enn lengra en LeBron og sagði að það væri hreinlega heimskt að stjörnuleikurinn væri fram í ár. Hann ætlar þó að spila ef hann verður valinn. „Þú átt að spila og ef sleppir því og ert ekki meiddur færðu háa sekt svo ég mun taka þátt,“ sagði Fox sem hefur ekki enn verið valinn til að spila í stjörnuleiknum á ferlinum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Samkvæmt fréttum vestanhafs á stjörnuleikurinn að fara fram í Atlanta 7. mars. Fyrir tímabilið var ekki gert ráð fyrir því að hann færi fram. LeBron hefur engan áhuga á að spila stjörnuleikinn ef hann fer fram. „Ég er ekkert spenntur fyrir stjörnuleik. Ég er ekki ánægður með þetta. Ef ég verð valinn spila ég en hugurinn verður annars staðar,“ sagði LeBron sem var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets, 114-93, í nót. LeBron skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Því miður fyrir LeBron eru verður hann valinn í stjörnuleikinn. Hann er nefnilega efstur í Vesturdeildinni eftir fyrsta hluta kosningar aðdáenda NBA í stjörnuliðin. LeBron hefur spilað sextán stjörnuleiki í röð, eða síðan 2005, á hans öðru tímabili í NBA. LeBron hafði hlakkað til að geta kastað mæðinni eftir álag síðustu mánaða. „Við fengum 71 dags langt undirbúningstímabil og þegar tímabilið hófst var okkur tjáð að það yrði enginn stjörnuleikur svo við fengjum frí. Síðan bæta þeir stjörnuleiknum við sisvona,“ sagði LeBron. „Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur. Við erum enn að kljást við heimsfaraldur og förum síðan allir inn í borg sem er opin.“ De'Aaron Fox, stærsta stjarna Sacramento Kings, gekk enn lengra en LeBron og sagði að það væri hreinlega heimskt að stjörnuleikurinn væri fram í ár. Hann ætlar þó að spila ef hann verður valinn. „Þú átt að spila og ef sleppir því og ert ekki meiddur færðu háa sekt svo ég mun taka þátt,“ sagði Fox sem hefur ekki enn verið valinn til að spila í stjörnuleiknum á ferlinum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira