NBA dagsins: Besta liðið gefur ekkert eftir og James tók fram úr Chamberlain Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 14:30 Donovan Mitchell treður boltanum í sigrinum á Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Svipmyndir úr leiknum, sigri LA Lakers á Denver Nuggets, og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 5. febrúar Atlanta hefur mætt LA Lakers, LA Clippers og Philadelphia 76ers, sem eru í toppbaráttunni með Utah, en Lloyd Pierce þjálfari Atlanta er á því að Utah sé best þeirra: „Utah er besta liðið sem við höfum mætt á þessu ári, og ég legg ríka áherslu á orðið „lið“,“ sagði Pierce. Utah skorar liða mest utan þriggja stiga línunnar en Jordan Clarkson setti niður fimm þrista í nótt og skoraði alls 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig og Donovan Mitchell 18. Liðið hefur unnið 17 leiki en tapað fimm það sem af er leiktíð. Árangur Lakers er litlu síðri en liðið hefur tapað sex leikjum og vann sinn sautjánda sigur í nótt, og þann þriðja í röð. Lakers unnu Denver Nuggets 114-93 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. LeBron James skoraði þrefalda tvennu (27 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) í 96. sinn á ferlinum og komst upp í þriðja sæti listans yfir flest stig úr opnum leik (ekki af vítalínunni) í NBA-deildinni. ANOTHER ACHIEVEMENT FOR THE KING LeBron is now 3rd on the all-time field goals made list, passing Wilt Chamberlain pic.twitter.com/Dajr5mVBTR— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2021 James komst upp fyrir Wilt Chamberlain á listanum þegar hann fór upp í 12.682 stig með körfu í fyrsta leikhluta. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (15.837 stig) og Karl Malone (13.528) hafa skorað fleiri stig úr opnum leik á ferli sínum í NBA. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt. Svipmyndir úr leiknum, sigri LA Lakers á Denver Nuggets, og tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 5. febrúar Atlanta hefur mætt LA Lakers, LA Clippers og Philadelphia 76ers, sem eru í toppbaráttunni með Utah, en Lloyd Pierce þjálfari Atlanta er á því að Utah sé best þeirra: „Utah er besta liðið sem við höfum mætt á þessu ári, og ég legg ríka áherslu á orðið „lið“,“ sagði Pierce. Utah skorar liða mest utan þriggja stiga línunnar en Jordan Clarkson setti niður fimm þrista í nótt og skoraði alls 23 stig. Bojan Bogdanovic skoraði 21 stig og Donovan Mitchell 18. Liðið hefur unnið 17 leiki en tapað fimm það sem af er leiktíð. Árangur Lakers er litlu síðri en liðið hefur tapað sex leikjum og vann sinn sautjánda sigur í nótt, og þann þriðja í röð. Lakers unnu Denver Nuggets 114-93 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra. LeBron James skoraði þrefalda tvennu (27 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) í 96. sinn á ferlinum og komst upp í þriðja sæti listans yfir flest stig úr opnum leik (ekki af vítalínunni) í NBA-deildinni. ANOTHER ACHIEVEMENT FOR THE KING LeBron is now 3rd on the all-time field goals made list, passing Wilt Chamberlain pic.twitter.com/Dajr5mVBTR— Sports Illustrated (@SInow) February 5, 2021 James komst upp fyrir Wilt Chamberlain á listanum þegar hann fór upp í 12.682 stig með körfu í fyrsta leikhluta. Aðeins Kareem Abdul-Jabbar (15.837 stig) og Karl Malone (13.528) hafa skorað fleiri stig úr opnum leik á ferli sínum í NBA. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira