Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 07:00 Apríl Harpa Smáradóttir ásamt fjölskyldu sinni á Balí. Instagram Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira