Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2021 21:53 Landsréttur sýknaði hinn ákærða af kröfum ákæruvaldsins. vísir/hanna Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin. Dómsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin.
Dómsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira