Elton John reiður fyrir hönd tónlistarfólks og vill stjórnvöld aftur að borðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 23:23 Tónlistargoðsögnin Elton John vandar breskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar. epa/Hugo Marie Tónlistarmaðurinn Elton John er síður en svo ánægður með bresk stjórnvöld og kallar eftir því að þau freisti þess að setjast aftur að samningaborðinu með Evrópusambandinu. John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá. Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
John, sem var harðlega mótfallinn Brexit, segir bresku ríkisstjórnina hafa klúðrað málum fyrir breska tónlistarmenn, sem hafi annað hvort gleymst eða ekki verið ofarlega á lista þegar viðræður fóru fram um tilhögun mála milli Bretlands og ESB í kjölfar Brexit. Í grein sem birtist í Guardian segir tónlistarmaðurinn stöðuna fáránlega; tónlist sé ein af helstu útflutningsgreinum Breta en hún hafi orðið útundan þegar núgildandi fríverslunarsamningur var í smíðum. Að sögn John er um að ræða 5,8 milljarð punda iðnað. Málið verður tekið fyrir í þinginu á morgun en 280 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að semja um frjálsa för og atvinnu listamanna. Tónleikaferðalög orðin flókin og kostnaðarsöm Vandamálið er þetta: Áður gat tónlistarfólk ferðast um Evrópu og stundað sína list án vandkvæða en í dag þurfa breskir tónlistarmenn að sækja um áritun eða atvinnuleyfi í hverju Evrópuríki fyrir sig. Um er að ræða mikla „pappírsvinnu“ og töluverðan kostnað og þá geta reglur verið afar mismunandi milli ríkja. Þessu til viðbótar þarf tónlistarfólkið svo að greiða gjöld fyrir að flytja hljóðfærin sín yfir landamæri. Að sögn John munu nýju reglurnar einnig koma illa niður á öðrum í bransanum. Bresk flutningsfyrirtæki mega til dæmis einungis koma við á tveimur stöðum innan Evrópusambandsins áður en þau neyðast til að snúa aftur heim. Þetta mun gera það að verkum að þau geta ekki samið við tónlistarmenn um að þjónusta stór og löng tónleikaferðalög. Þá hefur Colin Greenwood, bassaleikari Radiohead, áhyggjur af öllum þeim bresku fyrirtækjum sem koma að uppsetningu tónleika og tónlistarhátíða, og munu mögulega verða undir í samkeppni við evrópsk fyrirtæki vegna aukins kostnaðar. Guardian greindi frá.
Bretland Brexit Tónlist Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira