Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 04:13 Tom Brady heldur á dóttur sinni Vivian Lake Brady á verðlaunapallinum en hann hefur orðið fjórum sinnum meistari síðan að hún fæddist þegar hann var 35 ára gamall. AP/Gregory Bull Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. „Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg NFL Ofurskálin Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sjá meira
„Við munum koma aftur,“ sagði Tom Brady við mikinn fögnuð stuðningsmanna Tampa Bay Buccaneers sem voru að eignast sína fyrstu NFL-meistara í átján ár. Það þurfti bara eitt ár með Brady til að enda þá löngu bið og það þótt að þetta væri kórónuveirutímabil. Tom Brady gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum og stýrði liði Tampa Bay Buccaneers til 31-9 sigurs á Kansas City Chiefs. Brady var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í fimmta sinn í Super Bowl en enginn annar hefur náð því í einni af stóru íþróttagreinunum í Bandaríkjunum. Tom Brady's 5th Super Bowl MVP extends his own record and breaks a tie with LeBron James for 2nd-most championship round MVPs in NFL/NBA/MLB/NHL history. He trails only Michael Jordan (6). pic.twitter.com/erGdmSyBZQ— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Vivian Lake, dóttir Tom Brady og fyrirsætunnar Gisele Bündchen, var við hlið föður síns þegar hann tók við NFL-bikarnum með New England Patriots fyrir tveimur árum og hún var að sjálfsögðu einnig við hlið pabba síns í nótt. Brady var fljótur að leyfa dóttur sinni að fá bikarinn sem Brady vann nú í fjórða sinn síðan að hún fæddist. Vivian Lake hefur aðeins stækkað síðan síðast enda nú nýorðin orðin átta ára gömul. Tom Brady vann fyrstu sex titlana með New England Patriots og nú titil á sínu fyrsta ári með Tampa Bay Buccaneers. Það þýðir að hann er búinn að vinna sjö Super Bowl titla eða fleiri en nokkurt félag í NFL-deildinni því Steelers og Patriots eru þar efst með sex titla hvor. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Tom Brady er 43 ára gamall og var þarna að vinna sinn annan titil síðan hann datt inn á fimmtugsaldurinn. Hann er sá fjórði sem nær því í sögu stóru deildanna sem eru NFL/MLB/NHL/NBA en hinir eru Kareem Abdul-Jabbar, Enos Slaughter og Jack Quinn. Tom Brady lyftir bikarnum í nótt og við hlið hans fagnar átta ára dóttir hans Vivian Lake.Getty/Kevin C. Cox Tom Brady fær ég koss frá eiginkonu sinni Gisele Bundchen eftir sigurinn í nótt.AP/David J. Phillip Vivian Lake Brady fékk að lyfta bikarnum eins og pabbi sinn.AP/Ashley Landis Gisele Bundchen tekur mynd af sér með börnum sínum og Tom Brady, þeim Benjamin Brady og Vivian Brady.Getty/Mike Ehrmann Tom Brady faðmar son sinn eftir sigurinn.AP/Mark Humphrey Tom Brady er sjöfaldur NFL-meistari.AP/Ben Liebenberg
NFL Ofurskálin Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sjá meira