NBA dagins: Þrjú lið eru aðeins að hrista upp í hlutunum í Vesturdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 16:00 Chris Paul og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns í vegg og veltu en Paul hefur enn á ný komið til liðs og kennt mönnum að vinna. AP/Matt York Utah Jazz, Phoenix Suns og Sacramento Kings hafa öll komið talsvert á óvart á þessu NBA tímabilið og þau unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Utah Jazz er með bestan árangur í allri deildinni eftir fimmtánda sigur sinn í síðustu sextán leikjum. Utah liðið hefur unnið 19 af 24 leikjum sínum og er með 79 prósent sigurhlutfall. Utah vann 103-95 útisigur á Indiana Pacers í nótt þar sem Donovan Mitchell var einu frákasti frá þrennunni en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Chris Paul hefur enn á ný umbreytt liði með komu sinni en Phoenix Suns er að gera miklu betri hluti en flestir bjuggust við. Suns liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics í nótt sem var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento Kings er síðan með ungt og spennandi lið sem hefur verið að minna á sig að undanförnu og sýndi margt með því að vinna bæði Denver Nuggets og LA Clippers um helgina. Kings liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sigurleikjum þessara þriggja áhugaverðu spútnikliða deildarinnar auk bestu tilþrifa næturinnar í NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 7. febrúar 2021) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Utah Jazz er með bestan árangur í allri deildinni eftir fimmtánda sigur sinn í síðustu sextán leikjum. Utah liðið hefur unnið 19 af 24 leikjum sínum og er með 79 prósent sigurhlutfall. Utah vann 103-95 útisigur á Indiana Pacers í nótt þar sem Donovan Mitchell var einu frákasti frá þrennunni en hann var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Chris Paul hefur enn á ný umbreytt liði með komu sinni en Phoenix Suns er að gera miklu betri hluti en flestir bjuggust við. Suns liðið vann 100-91 sigur á Boston Celtics í nótt sem var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Mikal Bridges var stigahæstur í jöfnu Suns liði með 19 stig, Devin Booker var með 18 stig og 11 stoðsendingar, Cam Johnson kom með 17 stig af bekknum og Deandre Ayton skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 23 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento Kings er síðan með ungt og spennandi lið sem hefur verið að minna á sig að undanförnu og sýndi margt með því að vinna bæði Denver Nuggets og LA Clippers um helgina. Kings liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og er komið yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall. Sacramento Kings hefur nú unnið sjö af átta leikjum sínum síðan að að liðið tapaði með nítján stigum á móti Clippers 20. janúar síðastliðinn. De'Aaron Fox var með 36 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Buddy Hield skoraði 22 stig og nýliðinn Tyrese Haliburton kom með 13 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá sigurleikjum þessara þriggja áhugaverðu spútnikliða deildarinnar auk bestu tilþrifa næturinnar í NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 7. febrúar 2021) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira