Tom Brady fær ekki bara hring fyrir sigurinn í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:30 Tom Brady fagnar með Vince Lombardi bikarinn eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. AP/David J. Phillip Tom Brady tryggði sér sinn sjöunda Super Bowl hring eftir sannfærandi sigur Tampa Bay Buccaneers á Kansas City Chiefs í Super Bowl á sunnudagskvöldið en það voru ekki einu verðlaun kappans. Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjá meira
Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sektin hans Messi er leyndarmál Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjá meira