Karitas greinir sjálf frá þessu á Instagram og birtir fallega fjölskyldumynd.
„Við getum ekki beðið eftir að hitta litlu systur í júlí,“ skrifar Karitas við myndina en fyrir eiga þau eina dóttur.
Þau hjónin þykja með eindæmum smekkleg og hefur verið fjallað um heimilin þeirra nokkrum sinnum í þáttunum Heimsókn með Sindra Sindrasyni. Hér að neðan má til að mynda sjá heimilið þeirra þegar þau bjuggu á Sólvallagötu en í dag búa þau við Laufásveg og tóku þau það heimili í gegn og stórkostlegri útkomu.