Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 12:32 Fimm heimspekingar stigu í dag fram og kölluðu eftir svörum við þeim spurningum sem brenna á þjóðinni varðandi mögulegan samning við Pfizer. Upplýst samfélagsumræða sé einmitt mikilvæg á erfiðum tímum faraldurs. Svör við spurningum séu sjaldan mikilvægari en einmitt á tímum sem þessum. Alessandro Bremec/NurPhoto/Getty Images Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. Kallað var eftir svörum og upplýsingum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa átt sér stað viðræður við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer um mögulegt rannsóknarverkefni hér á landi. Fundur íslensks vísindateymis með forsvarsmönnum Pfizer fer fram í dag en vonast er til að samningsdrög frá Pfizer verði lögð fram á fundinum. Forsætisráðherra sagði í Bítinu í morgun að hún ætti ekki von á að boðað yrði til blaðamannafundar að loknum fundi. Í grein heimspekinganna segir að það sé siðferðislega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar; þjóðir sem hafa veikari innviði og búa við útbreiddari veiru. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki.vefsíða eyju Spurningar landsmanna varðandi rannsóknina hafi verið vanræktar. Það sé eðlilegt að almenningur sé upplýstur um rannsóknina og samfélagsleg áhrif hennar. Svör þurfi að berast við spurningunni um gagnsemi rannsóknarinnar gagnvart Íslandi en ekki síst öðrum þjóðum. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem skrifuðu greinina. Hún segist í samtali við fréttastofu hafa skilning á að flestir óski þess að þeir sjálfir og ástvinir þeirra fái bólusetningu sem allra fyrst en hafa verði í huga að sem ábyrgir einstaklingar bærum við líka skyldur gagnvart öðrum. „Ef við skoðum þetta út frá heiminum í heild þá er ekki beint hægt að gera þá kröfu að við fáum að vera fyrst í röðinni því þörfin er á hinu sama úti um heim allan og víða meiri þörf en hérna í raun og veru vegna samfélagsaðstæðna.“ Ekki hafi aðeins spurningar um vísindalegt gildi rannsóknarinnar fyrir heiminn verið vanræktar heldur einnig spurningar sem lúti að fyrirkomulaginu sjálfu. „Vegna þess að rannsóknir eru oft þannig að mögulega felur það í sér áhættu að taka þátt í þeim. Það er í það minnsta eitthvað sem fólk þarf að fá að vita. Ef ég tek þátt í rannsókninni, felur það í sér áhættu fyrir mig? Get ég hafnað því að taka þátt? Hvað gerist ef ég hafna því? Það eru ýmis atriði sem hafa bara ekki verið rædd,“ sagði Eyja Margrét. Heimspekingarnir fimm ljúka grein sinni á að ræða um mikilvægi upplýstrar samfélagsumræðu í aðdraganda rannsóknar á borð við þessa. Hún taki tíma. Það geti verið freistandi að ýta til hliðar erfiðum spurningum, ekki síst í faraldri, en það sé hluti af góðu rannsóknarsiðferði og lýðræðismenningu að gefa þeim gaum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. 9. febrúar 2021 06:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Kallað var eftir svörum og upplýsingum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa átt sér stað viðræður við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer um mögulegt rannsóknarverkefni hér á landi. Fundur íslensks vísindateymis með forsvarsmönnum Pfizer fer fram í dag en vonast er til að samningsdrög frá Pfizer verði lögð fram á fundinum. Forsætisráðherra sagði í Bítinu í morgun að hún ætti ekki von á að boðað yrði til blaðamannafundar að loknum fundi. Í grein heimspekinganna segir að það sé siðferðislega vafasamt að reyna að fá sérstakan forgang fram yfir aðrar þjóðir sem búi við alvarlegri vanda en Íslendingar; þjóðir sem hafa veikari innviði og búa við útbreiddari veiru. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki.vefsíða eyju Spurningar landsmanna varðandi rannsóknina hafi verið vanræktar. Það sé eðlilegt að almenningur sé upplýstur um rannsóknina og samfélagsleg áhrif hennar. Svör þurfi að berast við spurningunni um gagnsemi rannsóknarinnar gagnvart Íslandi en ekki síst öðrum þjóðum. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem skrifuðu greinina. Hún segist í samtali við fréttastofu hafa skilning á að flestir óski þess að þeir sjálfir og ástvinir þeirra fái bólusetningu sem allra fyrst en hafa verði í huga að sem ábyrgir einstaklingar bærum við líka skyldur gagnvart öðrum. „Ef við skoðum þetta út frá heiminum í heild þá er ekki beint hægt að gera þá kröfu að við fáum að vera fyrst í röðinni því þörfin er á hinu sama úti um heim allan og víða meiri þörf en hérna í raun og veru vegna samfélagsaðstæðna.“ Ekki hafi aðeins spurningar um vísindalegt gildi rannsóknarinnar fyrir heiminn verið vanræktar heldur einnig spurningar sem lúti að fyrirkomulaginu sjálfu. „Vegna þess að rannsóknir eru oft þannig að mögulega felur það í sér áhættu að taka þátt í þeim. Það er í það minnsta eitthvað sem fólk þarf að fá að vita. Ef ég tek þátt í rannsókninni, felur það í sér áhættu fyrir mig? Get ég hafnað því að taka þátt? Hvað gerist ef ég hafna því? Það eru ýmis atriði sem hafa bara ekki verið rædd,“ sagði Eyja Margrét. Heimspekingarnir fimm ljúka grein sinni á að ræða um mikilvægi upplýstrar samfélagsumræðu í aðdraganda rannsóknar á borð við þessa. Hún taki tíma. Það geti verið freistandi að ýta til hliðar erfiðum spurningum, ekki síst í faraldri, en það sé hluti af góðu rannsóknarsiðferði og lýðræðismenningu að gefa þeim gaum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. 9. febrúar 2021 06:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51
Fundað með Pfizer síðdegis Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi. 9. febrúar 2021 06:55