Dagskráin í dag: FA-bikarinn í öllu sínu veldi: Stórleikur í Guttagarði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2021 06:01 Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton fá Tottenham Hotspur í heimsókn á Goodison Park í FA-bikarnum í kvöld. Michael Regan/Getty Images Alls eru fjórir leikir í 16-liða úrslitum FA-bikarsins á dagskrá í dag. Þar ber helst að nefna leik Everton og Tottenham Hotspur. Þá sýnum við beint frá GTS Iceland sem og sérstöku góðgerðamóti í golfi hjá PGA-mótaröðinni. Stöð 2 Sport Sheffield United – botnlið ensku úrvalsdeildarinnar – tekur á móti B-deildarliði Bristol City í enska FA-bikarnum í dag. Sheffield hefur hins vegar verið á góðu skriði undanfarið og unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þó liðið sé svo gott sem fallið virðist það ætla að reyna að framkvæma hið ómögulega. Gott gengi þeirra hófst í bikarnum og hver veit nema það haldi áfram í kvöld. Útsending hefst klukkan 19.20. Stöð 2 Sport 2 Manchester City – topplið ensku úrvalsdeildarinnar – heimsækir hið skemmtilega lið Swansea City til Wales í FA-bikarnum í dag. Pep Guardiola vill að venju vinna alla titla og ætlar sér ekkert annað en sigur. Útsending hefst klukkan 17.20 og reikna má með stórskemmtilegum leik en Swansea er þekkt fyrir að vera eitt af betur spilandi liðum ensku B-deildarinnar. Hvort þeir eigi roð í Manchester City verður að koma í ljós. Klukkan 20.05 er komið að stórleik dagsins sem fram fer í Liverpool-borg. Lærisveinar Carlo Ancelotti taka á móti lærisveinum José Mourinho. Gylfi Þór Sigurðsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði heimamanna og það má svo gott sem bóka það að Mourinho stilli upp sínu sterkasta liði. Reikna má með mjög góðum leik milli tveggja góðra liða. Þá eru tveir heitustu framherjar Englands sem og ensku úrvalsdeildarinnar í sitt hvoru liðinu. Stöð 2 Sport 4 Annar áhugaverður leikur er á dagskrá klukkan 19.20. Þá tekur Leicester City á móti Brighton & Hove Albion. Bæði lið í úrvalsdeildinni og bæði lið á góðu skriði. Reikna má með enn einum frábærum leiknum. Stöð 2 Esport GTS Iceland: Tier 1 er á dagskrá klukkan 21.30. Um er að ræða beina útsendingu frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri. Stöð 2 Golf Klukkan 23.300 er PGA Special AT&T Every Shot Counts góðgerðamótið í golfi á dagskrá. Mótið er tengt PGA-mótaröðinni. Enski boltinn Rafíþróttir Golf Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira
Stöð 2 Sport Sheffield United – botnlið ensku úrvalsdeildarinnar – tekur á móti B-deildarliði Bristol City í enska FA-bikarnum í dag. Sheffield hefur hins vegar verið á góðu skriði undanfarið og unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. Þó liðið sé svo gott sem fallið virðist það ætla að reyna að framkvæma hið ómögulega. Gott gengi þeirra hófst í bikarnum og hver veit nema það haldi áfram í kvöld. Útsending hefst klukkan 19.20. Stöð 2 Sport 2 Manchester City – topplið ensku úrvalsdeildarinnar – heimsækir hið skemmtilega lið Swansea City til Wales í FA-bikarnum í dag. Pep Guardiola vill að venju vinna alla titla og ætlar sér ekkert annað en sigur. Útsending hefst klukkan 17.20 og reikna má með stórskemmtilegum leik en Swansea er þekkt fyrir að vera eitt af betur spilandi liðum ensku B-deildarinnar. Hvort þeir eigi roð í Manchester City verður að koma í ljós. Klukkan 20.05 er komið að stórleik dagsins sem fram fer í Liverpool-borg. Lærisveinar Carlo Ancelotti taka á móti lærisveinum José Mourinho. Gylfi Þór Sigurðsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði heimamanna og það má svo gott sem bóka það að Mourinho stilli upp sínu sterkasta liði. Reikna má með mjög góðum leik milli tveggja góðra liða. Þá eru tveir heitustu framherjar Englands sem og ensku úrvalsdeildarinnar í sitt hvoru liðinu. Stöð 2 Sport 4 Annar áhugaverður leikur er á dagskrá klukkan 19.20. Þá tekur Leicester City á móti Brighton & Hove Albion. Bæði lið í úrvalsdeildinni og bæði lið á góðu skriði. Reikna má með enn einum frábærum leiknum. Stöð 2 Esport GTS Iceland: Tier 1 er á dagskrá klukkan 21.30. Um er að ræða beina útsendingu frá sterkustu mótaröð Íslands í hermikappakstri. Stöð 2 Golf Klukkan 23.300 er PGA Special AT&T Every Shot Counts góðgerðamótið í golfi á dagskrá. Mótið er tengt PGA-mótaröðinni.
Enski boltinn Rafíþróttir Golf Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Sjá meira