Super Bowl leikurinn í ár fór fram á Raymond James leikvanginum í Tampa í Florída fylki.
Leikvangurinn tekur tæplega 66 þúsund áhorfendur en aðeins tæplega 25 þúsund áhorfendur voru á vellinum vegna herta sóttvarnarreglna í tilefni af kórónuveirufaraldrinum.
Það hafa aldrei verið færri áhorfendur á Super Bowl leiknum í sögunni en hann fór nú fram í 55. skiptið.
While Super Bowl LV set a record low for attendance, the ones who were there ate and bought A LOT.
— Front Office Sports (@FOS) February 9, 2021
The average game day food and beverage spend was $132 and the average merchandise spend was $80 - both Super Bowl records, per @TheLegendsWay. pic.twitter.com/pqaNYzDH5K
Það voru samt sem áður sett eyðslumet. Þeir áhorfendur sem mættu eyddu að meðaltali 132 Bandaríkjadölum í mat og drykk á leikvanginum og yfir 80 Bandaríkjadali í varning tengdum leiknum.
Þar erum við að tala um tæplega sautján þúsund krónur í veitingar og yfir tíu þúsund krónur í vörur, hver og einn af þessum tæplega 25 þúsund áhorfendum.
Aldrei hafa áhorfendur á Super Bowl eytt meiru að meðaltali í veitingar og varning.