Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í samtali við Vísi að málið sé nú í rannsókn hjá lögreglu sem reyni að hafa uppi á mönnunum.
Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu en samkvæmt heimildum miðilsins heyrði starfsfólk barsins mennina ræða sín á milli að þeir ættu að vera í sóttkví. Í kjölfarið hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu.
Jóhann segir að lögreglan hafi óljósar upplýsingar um gististað mannanna og reyni nú að komast að því hvar þeir dvelja.