Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. febrúar 2021 13:00 Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun