Enn af auðlindaskatti í sjávarútvegi Helgi Áss Grétarsson skrifar 11. febrúar 2021 13:00 Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fræðimaður og varaformaður stjórnmálaflokks kom í viðtal í beina útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2 miðvikudagskvöldið 10. febrúar sl. til að leggja útaf nýbirtum tölum um veiðigjöld undanfarin ár. Megininntakið í málflutningi viðmælanda fréttamannsins var að álögð veiðigjöld væri of lág hér á landi; að til bóta væri að setja tiltekið ákvæði í stjórnarskrá og ef það væri bundið í stjórnarskrá „hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir“. Það eru hin tilvitnuðu ummæli sem lagt verður út frá í þessu greinakorni. Hvaða nágrannalönd? Víðast hvar um heiminn eru atvinnufiskveiðar í sjó styrktar af hinu opinbera, m.a. í ESB, (sjá t.d. Facts and Figure on the Common Fisheries Policy, Basic statistical data – 2020 edition, bls. 47–48). Það sama á við um Bretland, sem er nýgengið úr ESB. Beinir ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs voru nánast aflagðir árið 2005 en eru eigi að síður enn til staðar (sjá t.d. Økonomiske og biologiske nøkkeltal frå dei norske fiskeria 2019, bls. 32). Auðlindaskattar á sjávarútveg tíðkast því ekki í þessum nágrannaríkjum, þvert á móti, sjávarútvegurinn nýtur opinberra styrkja í öllum þessum ríkjum. Til hvaða nágrannalanda var þá fræðimaðurinn og varaformaðurinn að vísa? Hér er lagt til grundvallar að ummælin kunni að vísa til reynslu Færeyinga og eftir atvikum Grænlendinga. Hvað síðarnefnda ríkið varðar eru aðstæður þar svo ólíkar þeim sem hér eru að allur samanburður er óraunhæfur, t.d. hefur grænlenska heimastjórnin um langt skeið selt ESB umtalsvert magn aflaheimilda innan grænlensku fiskveiðilandhelginnar, sbr. samning hennar og ESB sem ritað var undir 8. janúar síðastliðinn. Eftir stendur þá að ummælin hljóta að hverfast um samanburð íslenska veiðigjaldakerfisins við aðgerðir færeyskra stjórnvalda á undanförnum árum. Hver er reynslan af færeyskri fiskveiðistjórn? Svo sem sjá má af lestri skýrslna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ices.dk.) hefur ástand verðmætustu botnfisktegunda (þorskur, ýsa og ufsi) á færeysku heimamiðunum lengi verið óviðunandi. Sóknardagakerfi hefur verið við lýði við stjórn þessara veiða og hefur enginn auðlindaskattur verið lagður á þá sem stunda þær. Árið 2016 hrinti færeyska heimastjórnin hins vegar þeirri stefnu í framkvæmd að setja tiltekið magn aflaheimilda á uppboð í uppsjávartegundum og í tegundum sem eru veiddar utan færeysku fiskveiðilandhelginnar. Það þarf vart að leita lengi á netinu til að sjá að þessi stefna er á engan hátt óumdeild í Færeyjum og ekki hefur verið sýnt fram á, með ótvíræðum hætti, að hún hafi skilað þeim árangri sem vænst var. Hvað stendur þá eftir? Að spila inn á öfund náungans er eitthvað sem hefur tíðkast í umræðum um stjórn fiskveiða hér á landi. Það á ekki síst við þegar stutt er í kosningar til Alþingis. Þegar af þeirri ástæðu er freistandi fyrir stjórnmálamenn í ár að hoppa á þann vagn að gera þá tortryggilega sem stunda atvinnurekstur í sjávarútvegi. Þessi freistnivandi stjórnmálamanna réttlætir þó ekki að sú óraunsæja mynd sé teiknuð upp að nágrannaríki okkar standi sig betur í að innheimta auðlindaskatt af þeim sem stunda fiskveiðar í sjó. Þvert á móti, slík fullyrðing stenst vart skoðun, jafnvel þegar hún er sett fram af manni sem í senn ber skikkju fræðimanns og stjórnmálamanns. Höfundur er lögfræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun