Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi verður að veruleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 10:00 Kópavogur Foto: Vilhelm Gunnarsson Í sumar opnar nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum - og allt þar á milli. Í tilkynningu segir að opnun Arena gjörbylti umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. Á annað hundrað gesta munu geta notið ábyrgrar tölvuleikjaspilunar ásamt veitinga og annarrar tengdrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum að sögn Daníels Rúnarssonar, hjá Arena. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Daníel Rúnarsson hjá Arena við undirskrift. „Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel. Heimili Rafíþróttasamtaka Íslands Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) en saman munu RÍSÍ og Arena vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi samkvæmt nýrri viljayfirlýsingu milli félaganna. Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. Vodafone deildin e-íþróttirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera. Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir rafíþróttir þar sem okkar markmið hefur alltaf verið að opinbera iðkunina. Samstarf með Arena við gerð heimavallar íslenskrar rafíþróttamenningar er frábært næsta skref í að opna dyrnar upp á gátt og hafa samkomustað fyrir alla sem spila tölvuleiki. Með tilkomu nýs framleiðsluarms Rafíþróttasamtakanna í samstarfi við Arena munum við framleiða allt okkar efni sjálf og auka fjölbreytni í framleiðslu á tölvuleikjatengdu afþreyingarefni á íslensku. Það er augljóst að okkar mati að þetta mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt.” segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena þar sem sérfræðingar stöðvarinnar munu lýsa stærstu viðureignum hverrar viku frá staðnum og keppnisliðum býðst að spila þar einnig. Þórhallur Gunnarsson. „Okkur er það mikið ánægjuefni að halda áfram að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi, ekki aðeins á Stöð 2 Esport heldur á öllum okkar miðlum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn hf. „Við lítum á okkar hlutverk sem mikilvægt í því ferli að koma rafíþróttum á þann stall sem þær verðskulda í íslensku samfélagi, og samkomulag RÍSÍ við Arena er stórt skref á þeirri vegferð. Við hlökkum til að starfa áfram með RÍSÍ og nú Arena í að auka umfjöllun og sýnileika rafíþrótta í íslenskum fjölmiðlum og takast á við þau spennandi verkefni sem fram undan eru, svo sem í Vodafone-deildinni, úrvalsdeildinni í eFótbolta og nýrri keppni framhaldsskólanna.” Frá keppni á RIG Games árið 2019. Vísir er í eigu Sýnar. Leikjavísir Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að opnun Arena gjörbylti umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. Á annað hundrað gesta munu geta notið ábyrgrar tölvuleikjaspilunar ásamt veitinga og annarrar tengdrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum að sögn Daníels Rúnarssonar, hjá Arena. Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Daníel Rúnarsson hjá Arena við undirskrift. „Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel. Heimili Rafíþróttasamtaka Íslands Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) en saman munu RÍSÍ og Arena vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi samkvæmt nýrri viljayfirlýsingu milli félaganna. Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. Vodafone deildin e-íþróttirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera. Þetta er enn ein viðurkenningin fyrir rafíþróttir þar sem okkar markmið hefur alltaf verið að opinbera iðkunina. Samstarf með Arena við gerð heimavallar íslenskrar rafíþróttamenningar er frábært næsta skref í að opna dyrnar upp á gátt og hafa samkomustað fyrir alla sem spila tölvuleiki. Með tilkomu nýs framleiðsluarms Rafíþróttasamtakanna í samstarfi við Arena munum við framleiða allt okkar efni sjálf og auka fjölbreytni í framleiðslu á tölvuleikjatengdu afþreyingarefni á íslensku. Það er augljóst að okkar mati að þetta mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið allt.” segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena þar sem sérfræðingar stöðvarinnar munu lýsa stærstu viðureignum hverrar viku frá staðnum og keppnisliðum býðst að spila þar einnig. Þórhallur Gunnarsson. „Okkur er það mikið ánægjuefni að halda áfram að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi, ekki aðeins á Stöð 2 Esport heldur á öllum okkar miðlum,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn hf. „Við lítum á okkar hlutverk sem mikilvægt í því ferli að koma rafíþróttum á þann stall sem þær verðskulda í íslensku samfélagi, og samkomulag RÍSÍ við Arena er stórt skref á þeirri vegferð. Við hlökkum til að starfa áfram með RÍSÍ og nú Arena í að auka umfjöllun og sýnileika rafíþrótta í íslenskum fjölmiðlum og takast á við þau spennandi verkefni sem fram undan eru, svo sem í Vodafone-deildinni, úrvalsdeildinni í eFótbolta og nýrri keppni framhaldsskólanna.” Frá keppni á RIG Games árið 2019. Vísir er í eigu Sýnar.
Leikjavísir Rafíþróttir Kópavogur Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira