Kanadíska liðið í NBA þarf að spila restina af heimaleikjum sínum á Flórída Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 11:01 Kyle Lowry og félagar í Toronto Raptors spila heimaleiki sína á tímabilinu í Flórída fylki. Getty/Mike Ehrmann Það er ekki slæmt að vera íþróttalið í Tampa Bay þessa dagana enda virðist hvert meistaraliðið á fætur öðru koma þaðan. Nú er Tampa borg meira eiginlega búið að eignast NBA lið líka. Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Sjá meira
Toronto Raptors, eina kanadíska liðið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tekið þá ákvörðun að spila alla heimaleiki sína á þessu tímabili í Tampa. Raptors-liðið var tilneytt til að spila heimaleiki sína í Bandaríkjunum vegna sóttvarnarreglna á ferðalögum á milli Bandaríkjanna og Kanada en það var búist við því að liðið myndi snúa heim til Toronto áður en tímabilið kláraðist. The Toronto Raptors will continue playing home games in Tampa to finish the NBA season due to border restrictions and public safety measures in Canada. https://t.co/ZPHMIKebzp— The Athletic (@TheAthletic) February 11, 2021 Eins og flestir vita þá vann Tampa Bay Buccaneers Super Bowl í ameríska fótboltanum á dögunum en áður hafði íshokkíliðið Tampa Bay Lightning unnið Stanley bikarinn og hafnarboltaliðið Tampa Bay Rays komist alla leið í úrslitaleikina sem Bandaríkjamaðurinn kallar World Series „Flórída hefur tekið vel á móti okkur og við erum svo þakklát fyrir gestrisnina í Tampa og í Amalie höllinni. Við búum í borg meistaranna og ætlum að halda í þá hefð og koma með fleiri sigra til nýju vinanna og stuðningsmannanna okkar hér,“ sagði Masai Ujiri, forseti Toronto Raptors, í yfirlýsingu. The ongoing border restrictions and public safety measures in Canada won t allow the Raptors to return to Toronto this season.Tampa, let s get behind our Raptors pic.twitter.com/FoKuvczWfr— Raptors Nation (@RaptorsNationCP) February 11, 2021 „Hjartað okkar er samt heima í Toronto. Við hugsum oft til stuðningsmanna okkar og allra þeirra sem við sökunum þaðan. Við getum ekki beðið eftir því að við hittumst öll á ný,“ bætti Ujiri við. Hvort sem að breytingin háði liði Toronto Raptors í byrjun þá tapaði liðið átta af fyrstu tíu leikjum sínum. Liðið hefur aftur á móti unnið 10 af 15 leikjum síðan þá og hafa unnið 6 af 11 leikjum sínum í Tampa. Toronto Raptors varð NBA meistari í fyrsta og eina skiptið árið 2019. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Sjá meira