Körfubolti

Fagnaði körfu Steph Curry áður en hann skaut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry er að eiga frábært tímabil en hann missti af nær öllu síðasta tímabili með Golden State Warriors vegna meiðsla.
Stephen Curry er að eiga frábært tímabil en hann missti af nær öllu síðasta tímabili með Golden State Warriors vegna meiðsla. Getty/Thearon W. Henderson

Þegar Stephen Curry er orðinn heitur þá er víst fátt sem stoppar hann í því að raða niður þriggja stiga körfum. Leikurinn í nótt var einn af þessum leikjum.

Stephen Curry skoraði þá 40 stig í 111-105 sigri Golden State Warriors á Orlando Magic. Curry skoraði tíu þriggja stiga körfur í leiknum.

Liðsfélagar Steph ættu að þekkja orðið vel glampann í augum hans þegar Curry er orðinn heitur.

Juan Toscano-Anderson er reyndar nýkominn til liðsins eftir að hafa verið með Santa Cruz Warriors sem er samstarfslið GSW í NBA G deildinni.

Toscano-Anderson talaði um það á dögunum að hann væri eiginlega ekki að trúa því að hann væri orðinn leikmaður Golden State Warriors.

Juan var aftur á móti alveg með það á hreinu að Stephen Curry var að fara að smella niður þriggja stiga körfu þegar hann gaf á hann þvert yfir völlinn.

Stephen Curry var galopinn en Juan Toscano-Anderson var farinn að fagna körfunni og stoðsendingu sinni áður en Step skaut á körfuna.

Það má sjá þetta hér fyrir neðan.

Þetta var níunda og næstsíðasta þriggja stiga karfa Stephen Curry í leiknum.

Juan Toscano-Anderson var líka í stuði eftir þessa sókn en hann skoraði sjálfur sjö stig á síðustu sex mínútum leiksins og endaði með 9 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 21 mínútu.

Stephen Curry er með 30,0 stig að meðaltali í leik í fyrstu 26 leikjum sínum á tímabilinu en hann er skora fimm þrista að meðaltali í leik og hefur nýtt 43,5 prósent langskota sinna.

Curry hefur ekki skorað yfir 30 stig í leik síðan 2015-16 tímabilið og hefur mest verið með 5,1 þrist að meðaltali í leik á heilu tímabili.

Juan Toscano-Anderson grínaðist líka með það að hann sjálfur var ekki nafngreindur í upphaflega tístinu eins og sjá má hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×