Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga vinkonu fyrrverandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2021 16:08 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest tveggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir að nauðga vinkonu sinni í janúar fyrir þremur árum. Var karlmaðurinn dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði án samþykkis við konuna. Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Konan hafði verið á þorrablóti með vinkonu sinni og fyrrverandi sambýlismanni hennar. Fór hún heim með þeim að loknu þorrablóti þar sem meira var drukkið og sofnuðu svo allir í sófanum. Konan vaknaði svo ein á sófanum morguninn eftir í uppnámi með minningar af nauðgun. Vinkonan og fyrrverandi kærasti hafi verið komin inn í svefnherbergi. Sjálf fékk hún vinkonu sína til að skutla sér á neyðarmóttöku. Næstu daga greindi hún sínum nánustu frá atburðum og lagði svo fram kæru tveimur mánuðum síðar. Viðurkenndi að hafa klætt hana úr sokkabuxum Í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að frásögn konunnar þess efnis að karlmaðurinn hefði klætt hana úr sokkabuxum og nærfötum. Svo hefði hann haft við hana samræði þar sem hún svaf í sófa í stofu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Þá var karlmaðurinn dæmdur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Konan og karlinn komu aftur fyrir dóm í Landsrétti og gáfu viðbótarskýrslur. Þar sagðist karlmaðurinn engu hafa við framburð sinn í hérað að bæta. Taldi hann konuna líkt og hann sjálfan hafa verið í slæmu ástandi. Fyrir utan sameiginlega minningu þeirra um að hann hafi gyrt niður um hana sokkabuxurnar kvaðst hann telja að framburður hennar um það sem síðar eigi að hafa átt sér stað væri tilbúningur. Loks kvaðst hann ekki hafa á því skýringar hvers vegna konan yfirgaf íbúðina í uppnámi og grátandi um morguninn. Konan lýsti líðan sinni eftir að atvik málsins áttu sér stað. Hún hefði útskrifast úr háskóla á réttum tíma og með góðar einkunnir þrátt fyrir þau neikvæðu áhrif sem atvik málsins hefðu haft á líf hennar. Hún sagðist fyrst hafa lýst atvikum með nákvæmum hætti þegar hún ræddi við réttargæslumann sinn og gaf skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá sagðist hún bæði hafa verið drukkin og í mjög miklu áfalli þegar vinkona hennar ók henni á neyðarmóttöku og lítið muna eftir samtali þeirra á leiðinni. Því væri ekki óeðlilegt að vinkonan hefði ekki skilið frásögn hennar með réttum hætti. Tvö greinileg minningarbrot Í niðurstöðu Landsréttar segir að konan hafi borið um tvö greinilega minningarbrot eftir að hún sofnaði umrædda nótt. Annars vegar að hún rumskaði við að karlmaðurinn var að klæða hana úr að neðan og hins vegar að hann var að hafa við hana samfarir. Lýsingar hennar hefðu verið skýrar og afgerandi. Ekki yrði ráðið að hún hefði gefið sér að karlmaðurinn hefði átt við hana samræði né mætti ætla að hún væri haldin ranghugmyndum um atvik. Þá hefði hún gefið trúverðugar skýringar á því að tveir mánuðir liðu frá atvikum og þar til hún lagði fram kæru í málinu. Féllst Landsréttur á niðurstöðu í héraði og dæmdi karlmanninn í tveggja og hálfs árs fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira