Farið var um víðan völl í tónlistarsögunni þar sem gestirnir fluttu meðal annars lög eftir Janis Joplin, Tinu Turner, Geira Sæm, Sálina, Bítlana, Bon Jovi og Elton John.
Hér fyrir neðan má sjá klippu af Sóla Hólm syngja eitt rólegt og rómantískt sem á einkar vel við í dag, Valentínusardag. Lagið When You Say Nothing At All.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2+.