Nágranninn féll ekki fyrir klósettpappírshrekknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Karl og Kári í spjalli í Bítinu í fyrra þar sem Karl hermdi eftir Kára. Vísir Sveinn Alfreð Reynisson, nágranni Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segist alltaf leggja upp með að vera kurteis. Það hafi hann líka gert þegar Karl Örvarsson, í gervi Kára Stefánssonar, bað hann um að koma með klósettpappírsrúllu til sín í síðustu viku. Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir. Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vel megi vera að Karl nái Kára nokkuð vel. Þó ekki nógu vel til að gabba þá sem þekki Kára. Forsaga málsins er sú að Vísir birti á föstudag símahrekk þar sem að Karl Örvarsson hringdi í nágranna Kára Stefánssonar. Karl hefur vakið athygli fyrir að ná forstjóranum nokkuð vel en í þetta skiptið þótti Karl vera í miðjum klíðum að landa samningi við Pfizer en með magakveisu og klósettpappírslaus. Bað hann karlmann sem býr í næsta húsi við Kára í Kópavogi um að skjótast yfir með eina klósettpappírsrúllu. Nágranninn virtist taka vel í beiðni Karls í gervi Kára og ekki annað að skilja en að hann ætlaði að skjótast með rúllu til nágranna sína. Vísir sló á þráðinn til Sveins Alfreðs, nágranna Kára, og spurði hvað hefði gerst svo? „Ekki neitt,“ segir Sveinn Alfreð nokkuð hissa á fyrirspurn blaðamanns. „Þeir hringdu úr óskráðu númeri. Hvað gerir þú? Maður skellir á eða er kurteis,“ segir Sveinn Alfreð. Hann hafi aldei keypt að Kári sjálfur væri á línunni. Hann leggi bara upp með það í lífinu að vera kurteis. Hegða sér gagnvart öðrum eins og maður vill að sé gert við sig. „Það var einhver að segja mér frá þessu núna. Ég hef ekkert verið að spá í þessu,“ segir Sveinn Alfreð sem er ekki einn þeirra rúmlega fjörutíu þúsund sem hafa hlustað á símahrekkinn á Vísi. Aðspurður hvort honum finnist Karl ekki ná Kára helvíti vel er Sveinn Alfreð efins. „Ekki ef þú þekkir Kára.“ Hrekkinn má heyra hér að neðan en Karl var í góðra vina hópi. Heyra má hvernig hópurinn skellir upp úr í lok símtals og telja Karl hafa platað Svein nágranna Kára upp úr skónum. Nú, eftir að hafa heyrt hlið Sveins Alfreðs, er spurning hver plataði hvern. Sjálfur hefur Kári sagst hafa haft gaman af hrekknum en hyggur á hefndir.
Grín og gaman Kópavogur Tengdar fréttir Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Kári hyggur á hefndir eftir skæðan klósettrúlluhrekk Kalla Fyrir réttri viku var Karl Örvarsson eftirherma í góðra vina hópi og ákvað að bregða á leik. 12. febrúar 2021 11:54