Hvað ert þú að gera ? Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. febrúar 2021 16:02 „Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
„Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri. Því miður erum við öll ekki það lánsöm, það er átakanleg staðreynd að hér á landi eru nú ríflega tuttugu þúsund vinnufúsir einstaklingar sem ekki fá tækifæri til að láta til sín taka á vinnumarkaði. Af þeim búa ríflega áttaþúsund í Reykjavík en atvinnuleysi í borginni hefur ríflega tvöfaldast á einu ári. Á sama tíma hefur þeim fjölgað verulega sem eru atvinnulaus og án bótaréttar og þurfa því að reiða sig á fjárhagsaðstoð borgarinnar til framfærslu. Í báðum þessum hópum er stór hluti fólk með erlent ríkisfang og stór hluti ungt fólk. Það er erfitt að vera utan vinnumarkaðar og það getur verið skaðlegt heilsu og líðan fólks, álag á fjölskyldur og samfélagið allt ef ástandið varir í lengri tíma. Borgarstjórn hefur því samþykkt samhljóða að koma á fót atvinnu- og virknimiðlun sem mun halda utan um þær aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta stöðu á vinnumarkaði næstu tvö árin. Í fyrsta áfanga verða sköpuð tvöhundruð störf, annarsvegar hundrað og fimmtíu störf og stuðningur fyrir einstaklinga sem eru án atvinnu og með bótarétt, og hins vegar 50 störf fyrir vinnufæra einstaklinga sem eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Með skilvirkri atvinnu- og virknimiðlun er hægt að minnka flækjustig, einfalda utanumhald og gefa fólki fleiri tækifæri sem getur skipt sköpum í þessum erfiðu aðstæðum. Unnið verður með þriðja geiranum, ríkisstofnunum og fyrirtækjum í borginni. Við erum á sama tíma að auka möguleika fólks til virkni eða bata, því hjá sumum okkar er atvinna ekki næsta skref. Í síðustu viku ákváðum við að rýmka viðmið um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir tekjulágt fólk á vinnumarkaði og á næstu vikum munum við leggja fyrir nýjar reglur um fjárhagsaðstoð þar sem stóra fréttin verður trygging á þjónustu fyrir börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ein algengasta spurningin þegar fólk hittist er „hvað ert þú að gera?“ það skiptir máli að skapa öllum tækifæri til að svara þeirri spurningu með gleði. Það skiptir líka máli að Reykvíkingar finni það að við erum öll í sama liði, þó þessir erfiðu tímar snerti okkur vissulega með mismunandi hætti. Það er hlutverk stjórnvalda að jafna stöðu fólks og vinna gegn þeim ójöfnuði sem þessi ójafnaðarkreppa skapar. Það verkefni tekjur Samfylkingin alvarlega. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun