Sextán teknir fyrir brot á sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 19:14 Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins. Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira