Þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum vegna morðsins í Rauðagerði Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 10:38 Maður var skotinn til bana í Rauðagerði um helgina. Vísir/vilhelm Þrír voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu og utan þess. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar, að því er segir í tilkynningu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Lögregla segir í tilkynningu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni. Þau eiga von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Karlmaður frá Litháen var hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins fljótlega eftir árásina. Greint var frá því í gær að lögregla leitaði íslensks karlmanns í tengslum við málið. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort hann sé á meðal þeirra sem handteknir voru í gær. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að þrír menn, einn Íslendingur og tveir útlendingar, hafi verið handteknir í húsi rétt fyrir utan Selfoss í nótt í tengslum við morðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 14. febrúar 2021 14:34 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu og utan þess. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var meðal annars ráðist í aðgerðir á Suðurlandi. Sérsveit ríkislögreglustjóra og önnur lögregluembætti aðstoðuðu við aðgerðirnar, að því er segir í tilkynningu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Lögregla segir í tilkynningu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Maðurinn sem skotinn var til bana í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöld var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni. Þau eiga von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Karlmaður frá Litháen var hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins fljótlega eftir árásina. Greint var frá því í gær að lögregla leitaði íslensks karlmanns í tengslum við málið. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort hann sé á meðal þeirra sem handteknir voru í gær. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að þrír menn, einn Íslendingur og tveir útlendingar, hafi verið handteknir í húsi rétt fyrir utan Selfoss í nótt í tengslum við morðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 14. febrúar 2021 14:34 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. 15. febrúar 2021 18:52
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31
Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 14. febrúar 2021 14:34