Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 15:44 Rusy Giuliani fylgist með Trump halda ræðu í september 2020. Getty/Joshua Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. Auk Trumps er Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, og öfgahóparnir Proud Boys og Oath Keepers, nefndir í kærunni. Kæran er talin ein af mörgum sem forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir í kjölfar sýkni sinnar í öldungadeildinni og er sú fyrsta sem þingmaður leggur fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump og Giuliani eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að hvetja til árásarinnar á þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Joe Biden vann. Kæran byggir á lögum sem kallast Ku Klux Klan lögin og fjalla meðal annars um tilraunir til að koma í veg fyrir störf þingsins. Í henni segir að Trump og Giuliani hafi ætlað sér að koma í veg fyrir staðfestingu niðurstaðanna og hafi lagt grunninn að árásinni þar sem fimm manns létu lífið. Þeir hafi um langt skeið staðhæft við stuðningsmenn forsetans og almenning að kosningunum hafi verið stolið af honum og ýtt undir ofbeldi. Það hafi þeir gert þrátt fyrir að geta ekki fært sannanir fyrir máli sínu og að ásökunum þeirra hafi sífellt verið hafnað af embættismönnum. „Hin skipulagða atburðarás sem fór fram á Save America samkomunni og með árásinni á þinghúsið var hvorki slys eða tilviljun,“ segir í kærunni. Þar segir að atburðarásinni hafi verið ætlað að stöðva störf þingsins. Save America var nafnið á samstöðufundi Trumps með stuðningsmönnum sínum í Washington DC í aðdraganda árásarinnar. Þar sagði Trump stuðningsmönnum sínum að halda til þinghússins og berjast fyrir landi þeirra. Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi notið verndar gagnvart kærum sem þessum. Þessi kæra beinist þó að Trump sjálfum og er tekið fram í henni að hegðun hans og framferði í tengslum við árásina hafi ekki komið opinberum störfum hans við. Í viðtali við AP segir einn lögmanna Thompsons að það að hvetja til óreiða eða reyna að stöðva störf þingsins geti ekki talist hluti starfa forseta. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Auk Trumps er Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, og öfgahóparnir Proud Boys og Oath Keepers, nefndir í kærunni. Kæran er talin ein af mörgum sem forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir í kjölfar sýkni sinnar í öldungadeildinni og er sú fyrsta sem þingmaður leggur fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump og Giuliani eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að hvetja til árásarinnar á þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Joe Biden vann. Kæran byggir á lögum sem kallast Ku Klux Klan lögin og fjalla meðal annars um tilraunir til að koma í veg fyrir störf þingsins. Í henni segir að Trump og Giuliani hafi ætlað sér að koma í veg fyrir staðfestingu niðurstaðanna og hafi lagt grunninn að árásinni þar sem fimm manns létu lífið. Þeir hafi um langt skeið staðhæft við stuðningsmenn forsetans og almenning að kosningunum hafi verið stolið af honum og ýtt undir ofbeldi. Það hafi þeir gert þrátt fyrir að geta ekki fært sannanir fyrir máli sínu og að ásökunum þeirra hafi sífellt verið hafnað af embættismönnum. „Hin skipulagða atburðarás sem fór fram á Save America samkomunni og með árásinni á þinghúsið var hvorki slys eða tilviljun,“ segir í kærunni. Þar segir að atburðarásinni hafi verið ætlað að stöðva störf þingsins. Save America var nafnið á samstöðufundi Trumps með stuðningsmönnum sínum í Washington DC í aðdraganda árásarinnar. Þar sagði Trump stuðningsmönnum sínum að halda til þinghússins og berjast fyrir landi þeirra. Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi notið verndar gagnvart kærum sem þessum. Þessi kæra beinist þó að Trump sjálfum og er tekið fram í henni að hegðun hans og framferði í tengslum við árásina hafi ekki komið opinberum störfum hans við. Í viðtali við AP segir einn lögmanna Thompsons að það að hvetja til óreiða eða reyna að stöðva störf þingsins geti ekki talist hluti starfa forseta.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Sjá meira
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09